Erlent

Hollensk stjórnvöld ábyrg fyrir fjöldamorðinu í Srebrenica

Kjartan Kjartansson skrifar
Maður á bæn við minnisvarða um fórnarlömb fjöldamorðsins í Srebrenica.
Maður á bæn við minnisvarða um fórnarlömb fjöldamorðsins í Srebrenica. Vísir/EPA
Hæstiréttur Hollands staðfesti dóm um að hollensk stjórnvöld beri að hluta til ábyrgð á fjöldamorði á um 350 bosnískra múslima í Srebrenica árið 1995. Dómurinn lækkaði þó bætur sem ættingum mannanna sem voru myrtir höfðu verið dæmdar á neðri dómstigum, að sögn AP-fréttastofunnar.Alls myrtu serbneskar hersveitir um 8.000 múslimakarla í bænum Srebrenica í versta einstaka voðaverki Bosníustríðsins fyrir tæpum aldarfjórðungi. Hollenskir friðargæsluliðar gættu þar griðarsvæðis Sameinuðu þjóðanna en seldu flóttamenn í hendur Bosníuserba í skiptum fyrir hollenska gísla.Málið sem lá fyrir hæstarétti Hollands í dag varðaði rúmlega þrjú hundruð múslima sem höfðu leitað skjóls hjá hollensku friðargæsluliðunum en voru látnir í hendur Bosníuserba, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Áfrýjunardómstóll taldi fyrir tveimur árum að hollensk stjórnvöld bæru ekki alla ábyrgðina þar sem mennirnir hefðu að líkindum verið drepnir sama hvað friðargæsluliðarnir hefðu gert.Ríkisstjórn Hollands sagði af sér árið 2002 þegar hollenskum stjórnvöldum og yfirmönnum hersins var kennt um að hafa ekki komið í veg fyrir fjöldamorðið. Sameinuðu þjóðirnar sjálfar voru taldar friðhelgar fyrir saksókn.Dómarinn í málinu í dag sagði að hollenskir friðagæsluliðar hafi vitað að um 5.000 múslimskir flóttamenn sem þeir vísuðu úr herstöð sinni hafi verið í verulegri hættu á að vera misnotaðir og myrtir.Fréttin hefur verið uppfærð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.