Erlent

Nýr forseti Úkraínu reynir að styrkja stöðu sína í kosningum

Kjartan Kjartansson skrifar
Kjósendur í úkraínsku þingkosningunum koma út úr kjörklefum.
Kjósendur í úkraínsku þingkosningunum koma út úr kjörklefum. AP/Evgeniy Maloletka
Flokkur Volodymyrs Zelenskíj, nýs forseta Úkraínu, hefur mælst stærstur í skoðanakönnunum fyrir þingkosningar sem fara fram í dag en óvíst er hvort hann nái meirihluta. Zelenskíj boðaði til skyndikosninga til að styrkja stöðu sína og umboð eftir kosningasigur hans í apríl.

Núverandi ríkisstjórn og þing Úkraínu er hliðhollt Petro Porosjenkó, fyrrverandi forseta, sem Zelenskíj sigraði í kosningunum í vor. Zelenskíj flýtti þingkosningunum í þeirri von að flokkur hans, Þjónar þjóðarinnar, komist til áhrifa, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Zelenskíj hefur lofað því að uppræta spillingu og bæta lífsgæði í Úkraínu. Helsti keppinautur flokks hans er Stjórnarandstöðustefnuskráin sem er hliðhollur stjórnvöldum í Kreml. Forsetinn hefur heitið því að rækta tengsl við vesturlönd og reyna að ná friði í austurhluta landsins þar sem uppreisn hefur geisað undanfarin ár.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.