Erlent

Nýr forseti Úkraínu reynir að styrkja stöðu sína í kosningum

Kjartan Kjartansson skrifar
Kjósendur í úkraínsku þingkosningunum koma út úr kjörklefum.
Kjósendur í úkraínsku þingkosningunum koma út úr kjörklefum. AP/Evgeniy Maloletka

Flokkur Volodymyrs Zelenskíj, nýs forseta Úkraínu, hefur mælst stærstur í skoðanakönnunum fyrir þingkosningar sem fara fram í dag en óvíst er hvort hann nái meirihluta. Zelenskíj boðaði til skyndikosninga til að styrkja stöðu sína og umboð eftir kosningasigur hans í apríl.
Núverandi ríkisstjórn og þing Úkraínu er hliðhollt Petro Porosjenkó, fyrrverandi forseta, sem Zelenskíj sigraði í kosningunum í vor. Zelenskíj flýtti þingkosningunum í þeirri von að flokkur hans, Þjónar þjóðarinnar, komist til áhrifa, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Zelenskíj hefur lofað því að uppræta spillingu og bæta lífsgæði í Úkraínu. Helsti keppinautur flokks hans er Stjórnarandstöðustefnuskráin sem er hliðhollur stjórnvöldum í Kreml. Forsetinn hefur heitið því að rækta tengsl við vesturlönd og reyna að ná friði í austurhluta landsins þar sem uppreisn hefur geisað undanfarin ár.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.