Erlent

Shinzo Abe markar spor sín í söguna eftir annan kosningasigur

Eiður Þór Árnason skrifar
Abe var að vonum ánægður með úrslitin.
Abe var að vonum ánægður með úrslitin. Vísir/AP
Stjórnarmeirihluti Shinzo Abe, sitjandi forsætisráðherra Japans hélt meirihluta sínum í nýafstöðnum kosningum þar í landi þegar kosið var um sæti í efri deild þingsins.

Japanska ríkissjónvarpið greindi frá því rétt upp úr miðnætti að staðartíma að Frjálslyndi lýðræðisflokkur Abe og samstarfsflokkur hans Komeito hafi saman hlotið 69 sæti í efri deild japanska þingsins. Ef Abe fær einnig stuðning frá íhaldsþingmönnum og öðrum óháðum væri stjórnarmeirihluti hans samtals með 76 sæti í efri deildinni.

Markmið flokksins var að ná samtals 85 sæta meirihluta í efri deildinni, þar sem slíkur meirihluti myndi gera Abe betur kleift að ná fram tillögum sínum um stjórnarskrárúrbætur. Allt bendir til þess að það markmið muni ekki nást.

Abe fangaði þó niðurstöðunum. Stjórnarmeirihluti forsætisráðherrans hefur nú þegar tvo þriðju meirihluta í neðri deild þingsins.

Með sigrinum stefnir Shinzo Abe í að verða sá forsætisráðherra Japans sem hefur setið lengst í sæti forsætisráðherra.


Tengdar fréttir

Trump gaf risavaxinn verðlaunagrip fyrir sumo glímu

Donald Trump Bandaríkjaforseti er nú í fjögurra daga opinberri heimsókn í Japan þar sem hann og Shinzo Abe forsætisráðherra Japans reyna að komast að samkomulagi um viðskipti ríkjanna.

Kastast í kekki á milli Japans og Suður-Kóreu

Mikið ósætti er á milli Japans og Suður-Kóreu vegna úrskurðar um bætur fyrir nauðungarvinnu síðustu aldar. Utanríkisráðherra Japans skammaði suðurkóreska sendiherrann. Karlmaður stytti sér aldur í mótmælaskyni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.