Brennuvargurinn taldi að myndasögu sinni hefði verið stolið Kjartan Kjartansson skrifar 19. júlí 2019 09:19 Eldurinn í myndverinu var ákafur. Slökkviliðsmönnum tókst ekki að ráða niðurlögum hans endanlega fyrr en í morgun. Vísir/EPA Talið er að rúmlega fertugur karlmaður sem kveikti í myndveri í Kýótó með þeim afleiðingum að 33 fórust hafi gert það vegna þess að hann taldi að myndverið hefði stolið myndasögu hans. Maðurinn er sagður hafa öskrað „deyið“ þegar úðaði bensíni á bygginguna og lagði eld að henni. Japanskir fjölmiðlar hafa eftir vitnum að maðurinn hafi virst reiður og öskrað um að hann hafi verið fórnarlamb ritstuldar. Einn þeirra hefur eftir lögregluheimildum að hann hafi játað við lögreglu að hafa kveikt í myndverinu. Auk þeirra sem létust eru tíu sagðir þungt haldnir á sjúkrahúsi. Um sjötíu manns voru í byggingunni þegar kveikt var í henni. Íkveikjan er versta fjöldamorð í Japan frá því að 44 létust í annarri íkveikju í Tókýó árið 2001, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Maðurinn er talinn hafa keypt tvo tuttugu lítra bensínbrúsa í byggingarvöruverslun og fyllt þá með bensíni í garði nærri myndverinu. Hann virðist ekki hafa haft nein tengsl við myndverið sem framleiðir teiknimyndir og myndasögur. Nítján lík eru sögð hafa fundist á stigagangi á leið upp á þak byggingarinnar af þriðju hæð hennar. Líkin hafi legið hvert ofan á öðru. Talið er að fólkið hafi reynt að flýja eldinn sem var kveiktur á neðri hæðum byggingarinnar en því hafi ekki tekist að opna dyr þar. Japan Tengdar fréttir Kveikt í japönsku myndveri Hið minnsta 23 eru látin og tugir slasaðir eftir íkveikju í japönsku teiknimyndamyndveri í Kyoto í Japan í nótt. 18. júlí 2019 06:45 Rúmlega þrjátíu nú taldir af eftir íkveikju í myndveri Rúmlega fertugur karlmaður sem talinn er hafa kveikt í myndverinu er sagður hafa hrópað „deyið“ þegar hann úðaði bensíni á bygginguna. 18. júlí 2019 14:15 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Talið er að rúmlega fertugur karlmaður sem kveikti í myndveri í Kýótó með þeim afleiðingum að 33 fórust hafi gert það vegna þess að hann taldi að myndverið hefði stolið myndasögu hans. Maðurinn er sagður hafa öskrað „deyið“ þegar úðaði bensíni á bygginguna og lagði eld að henni. Japanskir fjölmiðlar hafa eftir vitnum að maðurinn hafi virst reiður og öskrað um að hann hafi verið fórnarlamb ritstuldar. Einn þeirra hefur eftir lögregluheimildum að hann hafi játað við lögreglu að hafa kveikt í myndverinu. Auk þeirra sem létust eru tíu sagðir þungt haldnir á sjúkrahúsi. Um sjötíu manns voru í byggingunni þegar kveikt var í henni. Íkveikjan er versta fjöldamorð í Japan frá því að 44 létust í annarri íkveikju í Tókýó árið 2001, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Maðurinn er talinn hafa keypt tvo tuttugu lítra bensínbrúsa í byggingarvöruverslun og fyllt þá með bensíni í garði nærri myndverinu. Hann virðist ekki hafa haft nein tengsl við myndverið sem framleiðir teiknimyndir og myndasögur. Nítján lík eru sögð hafa fundist á stigagangi á leið upp á þak byggingarinnar af þriðju hæð hennar. Líkin hafi legið hvert ofan á öðru. Talið er að fólkið hafi reynt að flýja eldinn sem var kveiktur á neðri hæðum byggingarinnar en því hafi ekki tekist að opna dyr þar.
Japan Tengdar fréttir Kveikt í japönsku myndveri Hið minnsta 23 eru látin og tugir slasaðir eftir íkveikju í japönsku teiknimyndamyndveri í Kyoto í Japan í nótt. 18. júlí 2019 06:45 Rúmlega þrjátíu nú taldir af eftir íkveikju í myndveri Rúmlega fertugur karlmaður sem talinn er hafa kveikt í myndverinu er sagður hafa hrópað „deyið“ þegar hann úðaði bensíni á bygginguna. 18. júlí 2019 14:15 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Kveikt í japönsku myndveri Hið minnsta 23 eru látin og tugir slasaðir eftir íkveikju í japönsku teiknimyndamyndveri í Kyoto í Japan í nótt. 18. júlí 2019 06:45
Rúmlega þrjátíu nú taldir af eftir íkveikju í myndveri Rúmlega fertugur karlmaður sem talinn er hafa kveikt í myndverinu er sagður hafa hrópað „deyið“ þegar hann úðaði bensíni á bygginguna. 18. júlí 2019 14:15