Erlent

Brennuvargurinn taldi að myndasögu sinni hefði verið stolið

Kjartan Kjartansson skrifar
Eldurinn í myndverinu var ákafur. Slökkviliðsmönnum tókst ekki að ráða niðurlögum hans endanlega fyrr en í morgun.
Eldurinn í myndverinu var ákafur. Slökkviliðsmönnum tókst ekki að ráða niðurlögum hans endanlega fyrr en í morgun. Vísir/EPA
Talið er að rúmlega fertugur karlmaður sem kveikti í myndveri í Kýótó með þeim afleiðingum að 33 fórust hafi gert það vegna þess að hann taldi að myndverið hefði stolið myndasögu hans. Maðurinn er sagður hafa öskrað „deyið“ þegar úðaði bensíni á bygginguna og lagði eld að henni.Japanskir fjölmiðlar hafa eftir vitnum að maðurinn hafi virst reiður og öskrað um að hann hafi verið fórnarlamb ritstuldar. Einn þeirra hefur eftir lögregluheimildum að hann hafi játað við lögreglu að hafa kveikt í myndverinu.Auk þeirra sem létust eru tíu sagðir þungt haldnir á sjúkrahúsi. Um sjötíu manns voru í byggingunni þegar kveikt var í henni. Íkveikjan er versta fjöldamorð í Japan frá því að 44 létust í annarri íkveikju í Tókýó árið 2001, að sögn Reuters-fréttastofunnar.Maðurinn er talinn hafa keypt tvo tuttugu lítra bensínbrúsa í byggingarvöruverslun og fyllt þá með bensíni í garði nærri myndverinu. Hann virðist ekki hafa haft nein tengsl við myndverið sem framleiðir teiknimyndir og myndasögur.Nítján lík eru sögð hafa fundist á stigagangi á leið upp á þak byggingarinnar af þriðju hæð hennar. Líkin hafi legið hvert ofan á öðru. Talið er að fólkið hafi reynt að flýja eldinn sem var kveiktur á neðri hæðum byggingarinnar en því hafi ekki tekist að opna dyr þar.


Tengdar fréttir

Kveikt í japönsku myndveri

Hið minnsta 23 eru látin og tugir slasaðir eftir íkveikju í japönsku teiknimyndamyndveri í Kyoto í Japan í nótt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.