Enski boltinn

Willian tekur við tíunni hjá Chelsea

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Willian hefur verið hjá Chelsea síðan 2013.
Willian hefur verið hjá Chelsea síðan 2013. vísir/getty
Brasilíumaðurinn Willian tekur við treyjunúmerinu 10 hjá Chelsea af Eden Hazard sem er farinn til Real Madrid.

Willian hefur verið númer 22 síðan hann gekk í raðir Chelsea frá Anzhi Makhachkala 2013.

Hann hefur leikið 292 leiki og skorað 52 mörk fyrir Chelsea. Willian hefur tvisvar sinnum orðið Englandsmeistari með Chelsea, einu sinni bikarmeistari, deildarbikarmeistari og Evrópudeildarmeistari.

Þá var Willian í sigurliði Brasilíu í Suður-Ameríkukeppninni fyrr í sumar.

Á síðasta tímabili lék Willian 56 leiki fyrir Chelsea og skoraði átta mörk.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×