Fótbolti

Hazard heiðrar Jordan og LeBron með vali á treyjunúmeri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hazard er dýrasti leikmaður í sögu Real Madrid.
Hazard er dýrasti leikmaður í sögu Real Madrid. vísir/getty

Eden Hazard ætlar að spila í treyju númer 23 hjá Real Madrid.

Hazard var númer 10 síðustu árin sín hjá Chelsea en Luka Modric er með það númer hjá Real Madrid.

Þegar Real Madrid keypti Hazard fyrr í sumar var talað um að hann mynda leika í treyju númer sjö. Framherjinn Mariano Díaz var hins vegar ekki tilbúinn að láta sjöuna af hendi.

Hazard valdi því treyjunúmerið 23 samkvæmt Marca. Hazard er mikill körfuboltaáhugamaður og því engin tilviljun að þetta númer varð fyrir valinu.

Michael Jordan lék með þetta númer á bakinu nær allan sinn feril í NBA-deildinni og LeBron James hefur lengst af verið númer 23.

Frægasti leikmaður Real Madrid sem hefur verið með númerið 23 er David Beckham. Englendingurinn lék með Real Madrid á árunum 2003-07.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.