Innlent

Siða­nefnd skilar á­liti um Klaustur­málið til for­sætis­nefndar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Þingmennirnir sem kenndir eru við Klaustur fá frest þar til í lok vikunnar til að bregðast við áliti siðanefndar Alþingisþ
Þingmennirnir sem kenndir eru við Klaustur fá frest þar til í lok vikunnar til að bregðast við áliti siðanefndar Alþingisþ visir/vilhelm
Siðanefnd Alþingis hefur skilað áliti sínu um Klausturmálið til forsætisnefndar. Þingmennirnir sex sem fram komu á upptökunni frest út vikuna til að bregðast við álitinu og mun forsætisnefnd taka málið fyrir í næstu viku.

Upptökunni af samtali þingmannanna var lekið til fjölmiðla í nóvember síðasta árs þar sem heyrðist til þeirra fara niðrandi orðum um samstarfsmenn sína á þingi og aðra áberandi einstaklinga í þjóðfélaginu. Meðal annars var talað um Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, en hún sagði þeim til syndanna í viðtali við Kastljós.

Erfitt reyndist Alþingi að taka málið fyrir en forsætisnefnd þingsins lýsti sig vanhæfa í málinu og voru því tveir varaforsetar skipaðir tímabundið til að taka á málinu, þau Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður VG, og Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Í samtali við fréttastofu Vísis staðfesti Steinunn að forsætisnefnd hafi borist álitið og hefðist vinna nefndarinnar um málið. RÚV greindi fyrst frá þessu.

Ekki náðist í neinn þeirra þingmannanna, sem sátu á Klausturbarnum þegar samtalið umrædda fór fram, við vinnslu þessar fréttar.

 


Tengdar fréttir

Segist ánægður með úrskurðinn

Persónuvernd úrskurðaði í gær um að upptaka Báru Halldórsdóttur á samtali Miðflokksmanna á Klaustri bar í nóvember hefði farið í bága við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Ekki markmiðið að sækja fúlgur fjár í hirslur Báru

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn fjórmenninganna sem kærðu Báru Halldórssdóttur til Persónuverndar fyrir upptöku hennar á samræðum þingmannanna á Klausturbar, segir að niðurstaða Persónuverndar í málinu sé ánægjuleg.

Boðað til Báramótabrennu

Bára Halldórsdóttir ætlar að eyða Klaustursupptökunum svonefndu með viðhöfn á Gauknum annað kvöld. Það er Margrét Erla Maack sem boðar til viðburðarins og segist munu fá að leika brennuna og vítisloga eyðileggingar.

Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál

Báru Halldórsdóttur hefur verið gert að eyða upptökum af samtölum þingmannanna á Klausturbar og ætlar hún að verða við því að sögn lögmanns. Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í gær að upptakan hafi verið ólögmæt. Sérfræðingur í persónurétti segir að Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál á grundvelli upptökunnar.

Yrði forvitnilegt að yfirheyra Miðflokksmenn

Upptaka Báru Halldórsdóttur af samtali þingmannanna á Klaustur bar var ólögleg að mati persónuverndar. Lögmaður Báru telur líklegt að þingmennirnir höfði skaðabótamál með niðurstöðuna að vopni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×