Ekki markmiðið að sækja fúlgur fjár í hirslur Báru Sunna Sæmundsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 23. maí 2019 18:57 Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn fjórmenninganna sem kærðu Báru Halldórssdóttur til Persónuverndar fyrir upptöku hennar á samræðum þingmannanna á Klausturbar, segir að niðurstaða Persónuverndar í málinu sé ánægjuleg.„Við vildum fáum það leitt fram hvort að þetta væri heimilt, að stunda hleranir sem þessar. Nú liggur fyrir að svo er ekki. Það er býsna ánægjulegt að okkar mati,“ sagði Bergþór í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Í úrskurðinum segir að leynileg hljóðupptaka Báru á samræðum þingmanna á Klausturbar hafi brotið í bága við persónuverndarlög. Henni er því gert að eyða upptökunni fyrir 5. júní og senda persónuvernd staðfestingu á því. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru, segir að svo verði gert.Sjá einnig: Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamálBergþór segir þó að vegna anna við umræður Miðflokksins á þingi um þriðja orkupakkann hafi ekki gefist tími til að fara rækilega yfir úrskurðinn. Þingmenn Miðflokksins sem kærðu upptökuna til Persónuverndar.Vísir„Í sjálfu sér höfum við verið mjög upptekin í umræðum um þriðja orkupakkann. Okkur hefur ekki gefist tækifæri til að fara yfir þetta saman, okkur fjórmenningunum en ég reikna með að segjum kannski eitthvað um efnisatriði málsins á morgun,“ sagði Bergþór. Alma Tryggvadóttir, sérfræðingur í persónurétti, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag, að Miðflokksmenn standi nú frammi fyrir tveimur möguleikum. Þeir geti höfðað einkamál og krafist skaðabóta frá Báru eða borið úrskurð Persónuverndar undir dómstóla telji þeir hann efnislega rangan. Þá geta þeir einnig unað úrskurðinum. Bergþór sagði næstu skref ekki hafa verið ákveðin.Bára Halldórsdóttir þarf að eyða upptökunni.Vísir/Vilhelm„Það sem skiptir máli er að þetta er ekki heimilt. Það var ekki farið í þessa vegferð til að sækja fúlgur fjár í hirslur Báru Halldórsdóttur. Það var ekki markmiðið og við raunar lögðum það til í tilskrifum okkar að henni yrði gerð lágmarkssekt. Málið eins og það liggur núna er býsna ánægjulegt. Þetta má ekki og það má eiginlega segja að friðhelgin vinnur,“ sagði Bergþór.Sjá einnig: Enginn „samverknaður“ af hálfu Báru á KlaustriÞá sagðist hann úrskurð Persónuverndar þó ekki breyta því að hann skammaðist sín fyrir þau ummæli sem látin voru falla á Klausturbar. „Hvað mig varðar dregur það ekkert úr því að ég skammast mín fyrir það sem ég sagði á þessum tíma og hef margbeðist afsökunar á því til þeirra sem við á.“ Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Miðflokksmenn hafa beðið um frest en svo lekið úrskurðinum Vefsíða með tengsl við Miðflokkinn birti meginniðurstöðu Persónuverndar um Klaustursupptökunar í gær. Vinur Báru Halldórsdóttur sakar miðflokksmenn um að hafa lekið henni út á sínum forsendum. 23. maí 2019 11:41 Enginn „samverknaður“ af hálfu Báru á Klaustri Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í máli Miðflokksmanna gegn Báru, sem fréttastofa hefur undir höndum. 22. maí 2019 21:07 Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál Báru Halldórsdóttur hefur verið gert að eyða upptökum af samtölum þingmannanna á Klausturbar og ætlar hún að verða við því að sögn lögmanns. Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í gær að upptakan hafi verið ólögmæt. Sérfræðingur í persónurétti segir að Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál á grundvelli upptökunnar. 23. maí 2019 12:00 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Dónatal í desember Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Fleiri fréttir Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Sjá meira
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn fjórmenninganna sem kærðu Báru Halldórssdóttur til Persónuverndar fyrir upptöku hennar á samræðum þingmannanna á Klausturbar, segir að niðurstaða Persónuverndar í málinu sé ánægjuleg.„Við vildum fáum það leitt fram hvort að þetta væri heimilt, að stunda hleranir sem þessar. Nú liggur fyrir að svo er ekki. Það er býsna ánægjulegt að okkar mati,“ sagði Bergþór í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Í úrskurðinum segir að leynileg hljóðupptaka Báru á samræðum þingmanna á Klausturbar hafi brotið í bága við persónuverndarlög. Henni er því gert að eyða upptökunni fyrir 5. júní og senda persónuvernd staðfestingu á því. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru, segir að svo verði gert.Sjá einnig: Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamálBergþór segir þó að vegna anna við umræður Miðflokksins á þingi um þriðja orkupakkann hafi ekki gefist tími til að fara rækilega yfir úrskurðinn. Þingmenn Miðflokksins sem kærðu upptökuna til Persónuverndar.Vísir„Í sjálfu sér höfum við verið mjög upptekin í umræðum um þriðja orkupakkann. Okkur hefur ekki gefist tækifæri til að fara yfir þetta saman, okkur fjórmenningunum en ég reikna með að segjum kannski eitthvað um efnisatriði málsins á morgun,“ sagði Bergþór. Alma Tryggvadóttir, sérfræðingur í persónurétti, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag, að Miðflokksmenn standi nú frammi fyrir tveimur möguleikum. Þeir geti höfðað einkamál og krafist skaðabóta frá Báru eða borið úrskurð Persónuverndar undir dómstóla telji þeir hann efnislega rangan. Þá geta þeir einnig unað úrskurðinum. Bergþór sagði næstu skref ekki hafa verið ákveðin.Bára Halldórsdóttir þarf að eyða upptökunni.Vísir/Vilhelm„Það sem skiptir máli er að þetta er ekki heimilt. Það var ekki farið í þessa vegferð til að sækja fúlgur fjár í hirslur Báru Halldórsdóttur. Það var ekki markmiðið og við raunar lögðum það til í tilskrifum okkar að henni yrði gerð lágmarkssekt. Málið eins og það liggur núna er býsna ánægjulegt. Þetta má ekki og það má eiginlega segja að friðhelgin vinnur,“ sagði Bergþór.Sjá einnig: Enginn „samverknaður“ af hálfu Báru á KlaustriÞá sagðist hann úrskurð Persónuverndar þó ekki breyta því að hann skammaðist sín fyrir þau ummæli sem látin voru falla á Klausturbar. „Hvað mig varðar dregur það ekkert úr því að ég skammast mín fyrir það sem ég sagði á þessum tíma og hef margbeðist afsökunar á því til þeirra sem við á.“
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Miðflokksmenn hafa beðið um frest en svo lekið úrskurðinum Vefsíða með tengsl við Miðflokkinn birti meginniðurstöðu Persónuverndar um Klaustursupptökunar í gær. Vinur Báru Halldórsdóttur sakar miðflokksmenn um að hafa lekið henni út á sínum forsendum. 23. maí 2019 11:41 Enginn „samverknaður“ af hálfu Báru á Klaustri Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í máli Miðflokksmanna gegn Báru, sem fréttastofa hefur undir höndum. 22. maí 2019 21:07 Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál Báru Halldórsdóttur hefur verið gert að eyða upptökum af samtölum þingmannanna á Klausturbar og ætlar hún að verða við því að sögn lögmanns. Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í gær að upptakan hafi verið ólögmæt. Sérfræðingur í persónurétti segir að Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál á grundvelli upptökunnar. 23. maí 2019 12:00 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Dónatal í desember Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Fleiri fréttir Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Sjá meira
Segir Miðflokksmenn hafa beðið um frest en svo lekið úrskurðinum Vefsíða með tengsl við Miðflokkinn birti meginniðurstöðu Persónuverndar um Klaustursupptökunar í gær. Vinur Báru Halldórsdóttur sakar miðflokksmenn um að hafa lekið henni út á sínum forsendum. 23. maí 2019 11:41
Enginn „samverknaður“ af hálfu Báru á Klaustri Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í máli Miðflokksmanna gegn Báru, sem fréttastofa hefur undir höndum. 22. maí 2019 21:07
Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál Báru Halldórsdóttur hefur verið gert að eyða upptökum af samtölum þingmannanna á Klausturbar og ætlar hún að verða við því að sögn lögmanns. Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í gær að upptakan hafi verið ólögmæt. Sérfræðingur í persónurétti segir að Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál á grundvelli upptökunnar. 23. maí 2019 12:00