Boðað til Báramótabrennu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júní 2019 16:13 Bára sagðist á dögunum í viðtali við Vísi ætla að ráðfæra sig við lögmenn sína um hvernig væri best að eyða hljóðupptökunum. Vísir/Vilhelm Bára Halldórsdóttir ætlar að eyða Klaustursupptökunum svonefndu með viðhöfn á Gauknum annað kvöld. Bára sagðist á Twitter í gær ætla að eyða upptökunum og óskaði eftir hugmyndum hvernig standa ætti að því. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að Bára hefði brotið lög um persónuvernd með upptöku á samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur bar, í næsta húsi við Alþingi, í nóvember. Þá þyrfti hún eyða upptökunum en Báru er engin refsing gerð. Fram kemur í upplýsingum um viðburðinn að Auður Tinna Arinbjarnardóttir og Ragnar Aðalsteinsson muni sjá um að skrásetja viðburðinn. Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, flytur opnunarávarp fyrir hönd stuðningshópsins Takk Bára. Valdir kaflar upptökunnar verða kvaddir sérstaklega en sá liður viðburðarins er ekki útskýrður nánar. „Upptökum verður svo eytt með viðhöfn og í kjölfarið er fólki frjálst að grípa í míkrófóninn, fyrst til að segja eitthvað uppbyggilegt og svo breytist Gaukurinn í allsherjar karaoke-partý.“ Í úrskurði Persónuverndar sagði að Bára þyrfti að sýna fram á að upptökunum hefði verið eytt með réttum hætti. Ókeypis er inn og óminnismjöður og samviskuskot verða á tilboði, sömuleiðis kokkteill kvöldsins, Blackout36. „Það má koma með eigin upptökutæki og vera í dulargervi. Við hvetjum þó fólk til að reyna að vera meira sexý en í fyrra.“ Viðburðurinn hefst klukkan 21 en nánar má kynna sér viðburðinn hér.Ætla að eyða upptökunum við kjánalega mikla viðhöfn bráðum. Hugmyndir að nafni og lýsingu á atburðinum? Ætti ég að panta lögregluna? Mæta dulbúinn? Lifefeeda? Panta backupdansara? #klusterfuck #eyðinginmikla— Bára Halldórsdóttir (@bee_how) June 3, 2019 Miðflokkurinn Persónuvernd Tímamót Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Ég tók þetta á mig algjörlega viljandi“ Bára segist í samtali við fréttastofu vera í veikindafríi þessa dagana enda hafi málið tekið mikinn toll af henni. Hún hyggst á allra næstu dögum ráðfæra sig við sína lögmenn um hvernig best sé að eyða hljóðupptökunum því í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Bára þurfi að sýna fram á að þeim hafi verið eytt með réttum hætti. 27. maí 2019 11:59 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Bára Halldórsdóttir ætlar að eyða Klaustursupptökunum svonefndu með viðhöfn á Gauknum annað kvöld. Bára sagðist á Twitter í gær ætla að eyða upptökunum og óskaði eftir hugmyndum hvernig standa ætti að því. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að Bára hefði brotið lög um persónuvernd með upptöku á samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur bar, í næsta húsi við Alþingi, í nóvember. Þá þyrfti hún eyða upptökunum en Báru er engin refsing gerð. Fram kemur í upplýsingum um viðburðinn að Auður Tinna Arinbjarnardóttir og Ragnar Aðalsteinsson muni sjá um að skrásetja viðburðinn. Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, flytur opnunarávarp fyrir hönd stuðningshópsins Takk Bára. Valdir kaflar upptökunnar verða kvaddir sérstaklega en sá liður viðburðarins er ekki útskýrður nánar. „Upptökum verður svo eytt með viðhöfn og í kjölfarið er fólki frjálst að grípa í míkrófóninn, fyrst til að segja eitthvað uppbyggilegt og svo breytist Gaukurinn í allsherjar karaoke-partý.“ Í úrskurði Persónuverndar sagði að Bára þyrfti að sýna fram á að upptökunum hefði verið eytt með réttum hætti. Ókeypis er inn og óminnismjöður og samviskuskot verða á tilboði, sömuleiðis kokkteill kvöldsins, Blackout36. „Það má koma með eigin upptökutæki og vera í dulargervi. Við hvetjum þó fólk til að reyna að vera meira sexý en í fyrra.“ Viðburðurinn hefst klukkan 21 en nánar má kynna sér viðburðinn hér.Ætla að eyða upptökunum við kjánalega mikla viðhöfn bráðum. Hugmyndir að nafni og lýsingu á atburðinum? Ætti ég að panta lögregluna? Mæta dulbúinn? Lifefeeda? Panta backupdansara? #klusterfuck #eyðinginmikla— Bára Halldórsdóttir (@bee_how) June 3, 2019
Miðflokkurinn Persónuvernd Tímamót Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Ég tók þetta á mig algjörlega viljandi“ Bára segist í samtali við fréttastofu vera í veikindafríi þessa dagana enda hafi málið tekið mikinn toll af henni. Hún hyggst á allra næstu dögum ráðfæra sig við sína lögmenn um hvernig best sé að eyða hljóðupptökunum því í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Bára þurfi að sýna fram á að þeim hafi verið eytt með réttum hætti. 27. maí 2019 11:59 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
„Ég tók þetta á mig algjörlega viljandi“ Bára segist í samtali við fréttastofu vera í veikindafríi þessa dagana enda hafi málið tekið mikinn toll af henni. Hún hyggst á allra næstu dögum ráðfæra sig við sína lögmenn um hvernig best sé að eyða hljóðupptökunum því í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Bára þurfi að sýna fram á að þeim hafi verið eytt með réttum hætti. 27. maí 2019 11:59