Innlent

Segist ánægður með úrskurðinn

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Fréttablaðið/Eyþór

„Ég er ánægður með að það hafi komið eðlileg niðurstaða í málið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um niðurstöðu Persónuverndar í svokölluðu Klaustursmáli.

Persónuvernd úrskurðaði í gær um að upptaka Báru Halldórsdóttur á samtali Miðflokksmanna á Klaustri bar í nóvember hefði farið í bága við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Báru er gert að eyða upptökunni og senda Persónuvernd staðfestingu á því. Báru er hins vegar ekki gert að greiða sekt.

Að öðru leyti segist Sigmundur ekki hafa náð að spá mikið í málið vegna umræðunnar í þinginu sem nú fer fram vegna innleiðingar EES-tilskipunar um hinn svokallaða þriðja orkupakka.

Þar hafa Miðflokksmenn farið mikinn og ekkert lát virðist á, en umræða um málið stóð enn yfir á aukaþingfundi þegar Fréttablaðið fór í prentun seint í gærkvöldi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.