Yrði forvitnilegt að yfirheyra Miðflokksmenn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. maí 2019 20:00 Upptaka Báru Halldórsdóttur af samtali þingmannanna á Klausturbar var ólögleg að mati persónuverndar. Lögmaður Báru telur líklegt að þingmennirnir höfði skaðabótamál með niðurstöðuna að vopni. Í úrskurðinum segir að upptakan brjóti í bága við persónuverndarlög og hefur Báru verið gert að eyða upptökunni fyrir 5. júní.Hefur hún þegar gert það?„Nei hún hefur ekki gert það. Hún er erlendis og hún hefur talað um að ef til vill muni hún bara taka það upp og hafa það hátíðlegt," segir Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru.Ragnar Aðalsteinsson og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmenn Báru.Skjáskot/Stöð 2Lögmenn Báru segja þó jákvætt að henni hafi ekki verið gert að greiða sekt þrátt fyrir að þingmenn Miðflokksins, sem kærðu málið, hafi ítrekað krafist þess. „Nefndin hefur skilning á því hvers vegna Bára tók upp á því að taka upp samtöl í þessu opinbera rými, samtöl þessara framámanna þjóðfélagsins. Það var vegna þess hvað þeir voru að segja, sem er aðalatriðið," segir Ragnar Aðalsteinsson, annar lögmaður Báru. Vegna þess að upptakan stóð yfir í fjórar klukkustundir telur Persónuvernd að hún flokkist undir rafræna vöktun, líkt og öryggismyndavélar. Þetta er fordæmalaus túlkun með stakar símaupptökur. „Vegna þessarar tæknilegu útfærsla sleppur Bára ekki. Vegna þess að af þessu leiðir að þetta telst ekki vera fréttamennska, sem er mjög víðtækt hugtak í persónurétti," segir Ragnar.Þingmenn Miðflokksins sem kærðu upptökuna til Persónuverndar.VísirMeð úrskurðinn að vopni geta þingmenn Miðflokksins nú farið með málið lengra. „Þau hafa frá upphafi talað um að þau hafi áhuga á að fara með þetta í dómsmál, það gæti þá annað hvort verið til þess að fá úrskurðinn ógiltan eða til þess að krefjast miskabóta," segir Auður. Ragnar telur líklegt miðað við fyrri yfirlýsingar að þingmennirnir höfði skaðabótamál. „Það verður afar forvitnilegt að reka það mál og yfirheyra sexmenningana um hvað þeir voru að gera þarna þetta kvöld," segir Ragnar. Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Miðflokksmenn hafa beðið um frest en svo lekið úrskurðinum Vefsíða með tengsl við Miðflokkinn birti meginniðurstöðu Persónuverndar um Klaustursupptökunar í gær. Vinur Báru Halldórsdóttur sakar miðflokksmenn um að hafa lekið henni út á sínum forsendum. 23. maí 2019 11:41 Enginn „samverknaður“ af hálfu Báru á Klaustri Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í máli Miðflokksmanna gegn Báru, sem fréttastofa hefur undir höndum. 22. maí 2019 21:07 Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál Báru Halldórsdóttur hefur verið gert að eyða upptökum af samtölum þingmannanna á Klausturbar og ætlar hún að verða við því að sögn lögmanns. Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í gær að upptakan hafi verið ólögmæt. Sérfræðingur í persónurétti segir að Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál á grundvelli upptökunnar. 23. maí 2019 12:00 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Upptaka Báru Halldórsdóttur af samtali þingmannanna á Klausturbar var ólögleg að mati persónuverndar. Lögmaður Báru telur líklegt að þingmennirnir höfði skaðabótamál með niðurstöðuna að vopni. Í úrskurðinum segir að upptakan brjóti í bága við persónuverndarlög og hefur Báru verið gert að eyða upptökunni fyrir 5. júní.Hefur hún þegar gert það?„Nei hún hefur ekki gert það. Hún er erlendis og hún hefur talað um að ef til vill muni hún bara taka það upp og hafa það hátíðlegt," segir Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru.Ragnar Aðalsteinsson og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmenn Báru.Skjáskot/Stöð 2Lögmenn Báru segja þó jákvætt að henni hafi ekki verið gert að greiða sekt þrátt fyrir að þingmenn Miðflokksins, sem kærðu málið, hafi ítrekað krafist þess. „Nefndin hefur skilning á því hvers vegna Bára tók upp á því að taka upp samtöl í þessu opinbera rými, samtöl þessara framámanna þjóðfélagsins. Það var vegna þess hvað þeir voru að segja, sem er aðalatriðið," segir Ragnar Aðalsteinsson, annar lögmaður Báru. Vegna þess að upptakan stóð yfir í fjórar klukkustundir telur Persónuvernd að hún flokkist undir rafræna vöktun, líkt og öryggismyndavélar. Þetta er fordæmalaus túlkun með stakar símaupptökur. „Vegna þessarar tæknilegu útfærsla sleppur Bára ekki. Vegna þess að af þessu leiðir að þetta telst ekki vera fréttamennska, sem er mjög víðtækt hugtak í persónurétti," segir Ragnar.Þingmenn Miðflokksins sem kærðu upptökuna til Persónuverndar.VísirMeð úrskurðinn að vopni geta þingmenn Miðflokksins nú farið með málið lengra. „Þau hafa frá upphafi talað um að þau hafi áhuga á að fara með þetta í dómsmál, það gæti þá annað hvort verið til þess að fá úrskurðinn ógiltan eða til þess að krefjast miskabóta," segir Auður. Ragnar telur líklegt miðað við fyrri yfirlýsingar að þingmennirnir höfði skaðabótamál. „Það verður afar forvitnilegt að reka það mál og yfirheyra sexmenningana um hvað þeir voru að gera þarna þetta kvöld," segir Ragnar.
Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Miðflokksmenn hafa beðið um frest en svo lekið úrskurðinum Vefsíða með tengsl við Miðflokkinn birti meginniðurstöðu Persónuverndar um Klaustursupptökunar í gær. Vinur Báru Halldórsdóttur sakar miðflokksmenn um að hafa lekið henni út á sínum forsendum. 23. maí 2019 11:41 Enginn „samverknaður“ af hálfu Báru á Klaustri Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í máli Miðflokksmanna gegn Báru, sem fréttastofa hefur undir höndum. 22. maí 2019 21:07 Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál Báru Halldórsdóttur hefur verið gert að eyða upptökum af samtölum þingmannanna á Klausturbar og ætlar hún að verða við því að sögn lögmanns. Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í gær að upptakan hafi verið ólögmæt. Sérfræðingur í persónurétti segir að Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál á grundvelli upptökunnar. 23. maí 2019 12:00 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Segir Miðflokksmenn hafa beðið um frest en svo lekið úrskurðinum Vefsíða með tengsl við Miðflokkinn birti meginniðurstöðu Persónuverndar um Klaustursupptökunar í gær. Vinur Báru Halldórsdóttur sakar miðflokksmenn um að hafa lekið henni út á sínum forsendum. 23. maí 2019 11:41
Enginn „samverknaður“ af hálfu Báru á Klaustri Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í máli Miðflokksmanna gegn Báru, sem fréttastofa hefur undir höndum. 22. maí 2019 21:07
Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál Báru Halldórsdóttur hefur verið gert að eyða upptökum af samtölum þingmannanna á Klausturbar og ætlar hún að verða við því að sögn lögmanns. Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í gær að upptakan hafi verið ólögmæt. Sérfræðingur í persónurétti segir að Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál á grundvelli upptökunnar. 23. maí 2019 12:00