Innlent

Í­hugar að gefa Þjóð­minja­safninu símann sem inni­hélt Klausturs­upp­tökurnar

Sylvía Hall skrifar
Bára Halldórsdóttir þurfti að eyða upptökunni sem hún tók af samtali þingmanna á Klaustur bar í nóvember.
Bára Halldórsdóttir þurfti að eyða upptökunni sem hún tók af samtali þingmanna á Klaustur bar í nóvember. Vísir/Vilhelm

„Ég held það breyti rosalega litlu, þetta er til út um allan fréttaheim,“ sagði Bára Halldórsdóttir þegar hún var spurð hvernig tilfinningin væri að þurfa að eyða hinum frægu Klaustursupptökum. Bára eyddi upptökunum við hátíðlega athöfn á Gauknum í kvöld.

Hún segist hafa ákveðið að gera skemmtilegan viðburð í kringum upptökurnar en í maí úrskurðaði Persónuvernd að upptökurnar brytu í bága við persónuverndarlög. Hún sé glöð að geta loksins gert eitthvað skemmtilegt í kringum þetta „leiðindamál“.

Sjá einnig: O Fortuna spilað þegar Bára eyddi upptökunum

Bára sá til þess að allt færi rétt fram og var Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður hennar, með henni uppi á sviði þegar hún eyddi upptökunum og skrásetti það með sínum eigin síma. Það var því enginn vafi á því að Bára hafði í raun og veru eytt upptökunum.

Aðspurð hvað yrði um símann sagði Bára að hún hefði hugsað sér að senda símann með upptökunum til Þjóðminjasafnsins. Nú þegar upptökurnar eru ekki lengur á símanum þurfi hún að gera upp við sig hvað verði um símann.

„Annað hvort ætla ég að eiga eða senda hann á Þjóðminjasafnið eða ef það er eitthvað góðgerðarmálefni set ég hann á uppboð,“ sagði Bára en bætti við að hann yrði í það minnsta varðveittur á einhvern hátt.

Rætt var við Báru í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá viðtalið við hana hér að neðan.


Tengdar fréttir

Boðað til Báramótabrennu

Bára Halldórsdóttir ætlar að eyða Klaustursupptökunum svonefndu með viðhöfn á Gauknum annað kvöld. Það er Margrét Erla Maack sem boðar til viðburðarins og segist munu fá að leika brennuna og vítisloga eyðileggingar.

„Ég tók þetta á mig algjörlega viljandi“

Bára segist í samtali við fréttastofu vera í veikindafríi þessa dagana enda hafi málið tekið mikinn toll af henni. Hún hyggst á allra næstu dögum ráðfæra sig við sína lögmenn um hvernig best sé að eyða hljóðupptökunum því í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Bára þurfi að sýna fram á að þeim hafi verið eytt með réttum hætti.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.