Enginn „samverknaður“ af hálfu Báru á Klaustri Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. maí 2019 21:07 Bára Halldórsdóttir. Vísir/Vilhelm Bára Halldórsdóttir átti ekki í „samverknaði“ þegar hún tók upp samtal þingmanna Miðflokksins á barnum Klaustri í nóvember í fyrra, líkt og Miðflokksmenn og lögmaður þeirra hafa ítrekað sett fram kenningar um. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í máli Miðflokksmanna gegn Báru, sem fréttastofa hefur undir höndum. Fyrr í kvöld var sagt frá því að Persónuvernd hefði komist að þeirri niðurstöðu að Bára hefði brotið persónuverndarlög með upptökunum. Í úrskurðinum kemur einnig fram að ekki þyki tilefni til að leggja stjórnvaldssekt á Báru, líkt og Miðflokksmenn höfðu gert kröfu um. Litið var til þess að upptakan hafi farið fram í rými sem almenningur hafði aðgang að, þótt hún færi vissulega „úr hófi fram vegna þess langa tíma sem hún stóð yfir“.Þingmenn Miðflokksins, þau Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, ræddu ýmis mál á Klaustri eins og frægt er orðið.VísirÞá er tekið fram að samræðurnar, sem Bára tók upp á Klaustri, hafi „orðið tilefni til mikillar umræðu í samfélaginu um háttsemi þjóðkjörinna fulltrúa.“ Þingmenn Miðflokksins hafa jafnframt sakað Báru um að hafa komið á Klaustur að yfirlögðu ráði, skipulagt „aðgerðina“ vel og haft sér vitorðsmenn til aðstoðar. Bent er á í úrskurði Persónuverndar að rannsókn málsins hafi ekki leitt í ljós neinn „samverknað“, líkt og Miðflokksmenn hafa haldið fram í erindum sínum til Persónuverndar.Sjá einnig: Kynna óþekkta konu til leiks sem rétti Báru „ljósan mun, mögulega möppu“ Þegar litið sé til alls framangreinds, einkum tilgangs vinnslunnar og kringumstæðna að öðru leyti, þyki ekki tilefni til að leggja sekt á Báru. Hins vegar mælir Persónuvernd fyrir um að Bára skuli eyða upptökunni eigi síðar en 5. júní, líkt og áður hefur komið fram. Persónuvernd hafnaði kröfu Miðflokksmanna um frekari gagnaöflun í málinu í lok apríl en þeir höfðu m.a. óskað eftir frekara efni úr eftirlitsmyndavélum umrætt kvöld á Klaustri, upplýsingum um greiðslum inn á reikning Báru og símtöl og smáskilaboð til hennar. Miðflokkurinn Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Framsóknarkonur fordæma niðurstöðu siðanefndar í ljósi Klaustursmálsins Þetta kemur fram í tilkynningu sem LFK sendi frá sér í gærkvöldi. 18. maí 2019 10:46 Óþekkta konan stígur fram og segir smáhlutinn vera skopparakringlu Óþekkta konan sem þingmenn Miðflokksins telja að hafi afhent Báru Halldórsdóttur "ljósan mun“ á barnum Klaustri að kvöldi 20. nóvember er Ragnheiður Erla Björnsdóttir, vinkona Báru. Ljósi munurinn sem hún á að hafa afhent Báru var að sögn Ragnheiðar Erlu lítil skopparakringla. 30. apríl 2019 14:30 Bára braut persónuverndarlög og þarf að eyða upptökunum af Klaustri Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í dag en Báru var þó ekki gert að greiða sekt. 22. maí 2019 19:46 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Bára Halldórsdóttir átti ekki í „samverknaði“ þegar hún tók upp samtal þingmanna Miðflokksins á barnum Klaustri í nóvember í fyrra, líkt og Miðflokksmenn og lögmaður þeirra hafa ítrekað sett fram kenningar um. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í máli Miðflokksmanna gegn Báru, sem fréttastofa hefur undir höndum. Fyrr í kvöld var sagt frá því að Persónuvernd hefði komist að þeirri niðurstöðu að Bára hefði brotið persónuverndarlög með upptökunum. Í úrskurðinum kemur einnig fram að ekki þyki tilefni til að leggja stjórnvaldssekt á Báru, líkt og Miðflokksmenn höfðu gert kröfu um. Litið var til þess að upptakan hafi farið fram í rými sem almenningur hafði aðgang að, þótt hún færi vissulega „úr hófi fram vegna þess langa tíma sem hún stóð yfir“.Þingmenn Miðflokksins, þau Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, ræddu ýmis mál á Klaustri eins og frægt er orðið.VísirÞá er tekið fram að samræðurnar, sem Bára tók upp á Klaustri, hafi „orðið tilefni til mikillar umræðu í samfélaginu um háttsemi þjóðkjörinna fulltrúa.“ Þingmenn Miðflokksins hafa jafnframt sakað Báru um að hafa komið á Klaustur að yfirlögðu ráði, skipulagt „aðgerðina“ vel og haft sér vitorðsmenn til aðstoðar. Bent er á í úrskurði Persónuverndar að rannsókn málsins hafi ekki leitt í ljós neinn „samverknað“, líkt og Miðflokksmenn hafa haldið fram í erindum sínum til Persónuverndar.Sjá einnig: Kynna óþekkta konu til leiks sem rétti Báru „ljósan mun, mögulega möppu“ Þegar litið sé til alls framangreinds, einkum tilgangs vinnslunnar og kringumstæðna að öðru leyti, þyki ekki tilefni til að leggja sekt á Báru. Hins vegar mælir Persónuvernd fyrir um að Bára skuli eyða upptökunni eigi síðar en 5. júní, líkt og áður hefur komið fram. Persónuvernd hafnaði kröfu Miðflokksmanna um frekari gagnaöflun í málinu í lok apríl en þeir höfðu m.a. óskað eftir frekara efni úr eftirlitsmyndavélum umrætt kvöld á Klaustri, upplýsingum um greiðslum inn á reikning Báru og símtöl og smáskilaboð til hennar.
Miðflokkurinn Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Framsóknarkonur fordæma niðurstöðu siðanefndar í ljósi Klaustursmálsins Þetta kemur fram í tilkynningu sem LFK sendi frá sér í gærkvöldi. 18. maí 2019 10:46 Óþekkta konan stígur fram og segir smáhlutinn vera skopparakringlu Óþekkta konan sem þingmenn Miðflokksins telja að hafi afhent Báru Halldórsdóttur "ljósan mun“ á barnum Klaustri að kvöldi 20. nóvember er Ragnheiður Erla Björnsdóttir, vinkona Báru. Ljósi munurinn sem hún á að hafa afhent Báru var að sögn Ragnheiðar Erlu lítil skopparakringla. 30. apríl 2019 14:30 Bára braut persónuverndarlög og þarf að eyða upptökunum af Klaustri Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í dag en Báru var þó ekki gert að greiða sekt. 22. maí 2019 19:46 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Framsóknarkonur fordæma niðurstöðu siðanefndar í ljósi Klaustursmálsins Þetta kemur fram í tilkynningu sem LFK sendi frá sér í gærkvöldi. 18. maí 2019 10:46
Óþekkta konan stígur fram og segir smáhlutinn vera skopparakringlu Óþekkta konan sem þingmenn Miðflokksins telja að hafi afhent Báru Halldórsdóttur "ljósan mun“ á barnum Klaustri að kvöldi 20. nóvember er Ragnheiður Erla Björnsdóttir, vinkona Báru. Ljósi munurinn sem hún á að hafa afhent Báru var að sögn Ragnheiðar Erlu lítil skopparakringla. 30. apríl 2019 14:30
Bára braut persónuverndarlög og þarf að eyða upptökunum af Klaustri Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í dag en Báru var þó ekki gert að greiða sekt. 22. maí 2019 19:46