„Ef Liverpool hefur efni á Gareth Bale þá eiga þeir að kaupa hann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2019 08:00 Gareth Bale fagnar marki með Real Madrid. Skiptir hann úr hvítu yfir í rautt? Vísir/Getty Fyrrum herforingi á miðju bæði Manchester United og Liverpool mælir með því að hans gamla félag í Liverpool reyni að kaupa Gareth Bale frá Real Madrid. Paul Ince lék í tvö ár með Liverpool rétt fyrir aldarmótin og hafði áður hjálpað Manchester United að enda 26 ára bið eftir enska meistaratitlinum. Gareth Bale á enga framtíð hjá Real Madrid á meðan Zinedine Zidane ræður þar ríkjum en franski knattspyrnustjórinn vill ekkert með hann hafa.Gareth Bale to Liverpool? Former England midfielder Paul Ince says the move would be a "perfect fit". More: https://t.co/L7K4hirpIPpic.twitter.com/OMoHGRblRb — BBC Sport (@BBCSport) July 23, 2019Bale er hins vegar á ofurlaunum og er líka með samning við Real Madrid til ársins 2022 eða næstu tvö tímabil. Velski landsliðsmaðurinn vill að ekki missa þann pening og það flækir málið talsvert því mörg félög í ensku deildinni myndu eflaust taka honum fagnandi. Ince mætti í viðtal hjá breska ríkisútvarpinu í gærkvöldi og þar meðal annars staða Gareth Bale hjá Real Madrid til umræðu. Ince segir að það væri betra fyrir Bale að fara til Liverpool en að fara aftur í sitt gamla félag Tottenham. Viðtalið við Paul Ince er aðgengilegt hér fyrir neðan.Gareth Bale to #LFC? 'I actually think if Liverpool can afford Bale then he should go there' @PaulInce says the Welshman could help the #UCL winners in their hunt for the Premier League Join us : : https://t.co/0kUniX6SeWpic.twitter.com/iW7hCOM3fH — BBC 5 Live Sport (@5liveSport) July 22, 2019„Það er mín persónulega skoðun að ef Liverpool hefur efni á Gareth Bale þá eiga þeir að kaupa hann,“ sagði Paul Ince og hélt svo áfram. „Ef við skoðum þrjá fremstu menn liðsins þá hafa þeir verið að spila fótbolta í allt sumar. Sadio Mané var að klára Afríkukeppnina með Senegal, Mo Salah var með Egyptalandi og Roberto Firmino fór alla leið með Brasilíu í Copa America. Hversu mikla hvíld fá þessir leikmenn áður en tímabilið byrjar,“ spurði Ince. „Bale getur spilað á vinstri kanti, hann getur spilað á hægri kanti og hann getur spilað fyrir miðju. Þetta getur varla verið spurning um peninga fyrir Bale. Hann hlýtur að vilja fara til liðs sem er að fara að vinna eitthvað og þarna ertu með Evrópumeistarana sem rétt misstu af enska titlinum. Hvaða önnur lið hafa efni á honum. Manchester City og kannski Manchester United. Ég held að það væri ekki rétt hjá Gareth að fara aftur til Tottenham,“ sagði Paul Ince eins og heyra má í myndbandinu hér fyrir ofan. Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Fyrrum herforingi á miðju bæði Manchester United og Liverpool mælir með því að hans gamla félag í Liverpool reyni að kaupa Gareth Bale frá Real Madrid. Paul Ince lék í tvö ár með Liverpool rétt fyrir aldarmótin og hafði áður hjálpað Manchester United að enda 26 ára bið eftir enska meistaratitlinum. Gareth Bale á enga framtíð hjá Real Madrid á meðan Zinedine Zidane ræður þar ríkjum en franski knattspyrnustjórinn vill ekkert með hann hafa.Gareth Bale to Liverpool? Former England midfielder Paul Ince says the move would be a "perfect fit". More: https://t.co/L7K4hirpIPpic.twitter.com/OMoHGRblRb — BBC Sport (@BBCSport) July 23, 2019Bale er hins vegar á ofurlaunum og er líka með samning við Real Madrid til ársins 2022 eða næstu tvö tímabil. Velski landsliðsmaðurinn vill að ekki missa þann pening og það flækir málið talsvert því mörg félög í ensku deildinni myndu eflaust taka honum fagnandi. Ince mætti í viðtal hjá breska ríkisútvarpinu í gærkvöldi og þar meðal annars staða Gareth Bale hjá Real Madrid til umræðu. Ince segir að það væri betra fyrir Bale að fara til Liverpool en að fara aftur í sitt gamla félag Tottenham. Viðtalið við Paul Ince er aðgengilegt hér fyrir neðan.Gareth Bale to #LFC? 'I actually think if Liverpool can afford Bale then he should go there' @PaulInce says the Welshman could help the #UCL winners in their hunt for the Premier League Join us : : https://t.co/0kUniX6SeWpic.twitter.com/iW7hCOM3fH — BBC 5 Live Sport (@5liveSport) July 22, 2019„Það er mín persónulega skoðun að ef Liverpool hefur efni á Gareth Bale þá eiga þeir að kaupa hann,“ sagði Paul Ince og hélt svo áfram. „Ef við skoðum þrjá fremstu menn liðsins þá hafa þeir verið að spila fótbolta í allt sumar. Sadio Mané var að klára Afríkukeppnina með Senegal, Mo Salah var með Egyptalandi og Roberto Firmino fór alla leið með Brasilíu í Copa America. Hversu mikla hvíld fá þessir leikmenn áður en tímabilið byrjar,“ spurði Ince. „Bale getur spilað á vinstri kanti, hann getur spilað á hægri kanti og hann getur spilað fyrir miðju. Þetta getur varla verið spurning um peninga fyrir Bale. Hann hlýtur að vilja fara til liðs sem er að fara að vinna eitthvað og þarna ertu með Evrópumeistarana sem rétt misstu af enska titlinum. Hvaða önnur lið hafa efni á honum. Manchester City og kannski Manchester United. Ég held að það væri ekki rétt hjá Gareth að fara aftur til Tottenham,“ sagði Paul Ince eins og heyra má í myndbandinu hér fyrir ofan.
Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira