„Ef Liverpool hefur efni á Gareth Bale þá eiga þeir að kaupa hann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2019 08:00 Gareth Bale fagnar marki með Real Madrid. Skiptir hann úr hvítu yfir í rautt? Vísir/Getty Fyrrum herforingi á miðju bæði Manchester United og Liverpool mælir með því að hans gamla félag í Liverpool reyni að kaupa Gareth Bale frá Real Madrid. Paul Ince lék í tvö ár með Liverpool rétt fyrir aldarmótin og hafði áður hjálpað Manchester United að enda 26 ára bið eftir enska meistaratitlinum. Gareth Bale á enga framtíð hjá Real Madrid á meðan Zinedine Zidane ræður þar ríkjum en franski knattspyrnustjórinn vill ekkert með hann hafa.Gareth Bale to Liverpool? Former England midfielder Paul Ince says the move would be a "perfect fit". More: https://t.co/L7K4hirpIPpic.twitter.com/OMoHGRblRb — BBC Sport (@BBCSport) July 23, 2019Bale er hins vegar á ofurlaunum og er líka með samning við Real Madrid til ársins 2022 eða næstu tvö tímabil. Velski landsliðsmaðurinn vill að ekki missa þann pening og það flækir málið talsvert því mörg félög í ensku deildinni myndu eflaust taka honum fagnandi. Ince mætti í viðtal hjá breska ríkisútvarpinu í gærkvöldi og þar meðal annars staða Gareth Bale hjá Real Madrid til umræðu. Ince segir að það væri betra fyrir Bale að fara til Liverpool en að fara aftur í sitt gamla félag Tottenham. Viðtalið við Paul Ince er aðgengilegt hér fyrir neðan.Gareth Bale to #LFC? 'I actually think if Liverpool can afford Bale then he should go there' @PaulInce says the Welshman could help the #UCL winners in their hunt for the Premier League Join us : : https://t.co/0kUniX6SeWpic.twitter.com/iW7hCOM3fH — BBC 5 Live Sport (@5liveSport) July 22, 2019„Það er mín persónulega skoðun að ef Liverpool hefur efni á Gareth Bale þá eiga þeir að kaupa hann,“ sagði Paul Ince og hélt svo áfram. „Ef við skoðum þrjá fremstu menn liðsins þá hafa þeir verið að spila fótbolta í allt sumar. Sadio Mané var að klára Afríkukeppnina með Senegal, Mo Salah var með Egyptalandi og Roberto Firmino fór alla leið með Brasilíu í Copa America. Hversu mikla hvíld fá þessir leikmenn áður en tímabilið byrjar,“ spurði Ince. „Bale getur spilað á vinstri kanti, hann getur spilað á hægri kanti og hann getur spilað fyrir miðju. Þetta getur varla verið spurning um peninga fyrir Bale. Hann hlýtur að vilja fara til liðs sem er að fara að vinna eitthvað og þarna ertu með Evrópumeistarana sem rétt misstu af enska titlinum. Hvaða önnur lið hafa efni á honum. Manchester City og kannski Manchester United. Ég held að það væri ekki rétt hjá Gareth að fara aftur til Tottenham,“ sagði Paul Ince eins og heyra má í myndbandinu hér fyrir ofan. Enski boltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Fyrrum herforingi á miðju bæði Manchester United og Liverpool mælir með því að hans gamla félag í Liverpool reyni að kaupa Gareth Bale frá Real Madrid. Paul Ince lék í tvö ár með Liverpool rétt fyrir aldarmótin og hafði áður hjálpað Manchester United að enda 26 ára bið eftir enska meistaratitlinum. Gareth Bale á enga framtíð hjá Real Madrid á meðan Zinedine Zidane ræður þar ríkjum en franski knattspyrnustjórinn vill ekkert með hann hafa.Gareth Bale to Liverpool? Former England midfielder Paul Ince says the move would be a "perfect fit". More: https://t.co/L7K4hirpIPpic.twitter.com/OMoHGRblRb — BBC Sport (@BBCSport) July 23, 2019Bale er hins vegar á ofurlaunum og er líka með samning við Real Madrid til ársins 2022 eða næstu tvö tímabil. Velski landsliðsmaðurinn vill að ekki missa þann pening og það flækir málið talsvert því mörg félög í ensku deildinni myndu eflaust taka honum fagnandi. Ince mætti í viðtal hjá breska ríkisútvarpinu í gærkvöldi og þar meðal annars staða Gareth Bale hjá Real Madrid til umræðu. Ince segir að það væri betra fyrir Bale að fara til Liverpool en að fara aftur í sitt gamla félag Tottenham. Viðtalið við Paul Ince er aðgengilegt hér fyrir neðan.Gareth Bale to #LFC? 'I actually think if Liverpool can afford Bale then he should go there' @PaulInce says the Welshman could help the #UCL winners in their hunt for the Premier League Join us : : https://t.co/0kUniX6SeWpic.twitter.com/iW7hCOM3fH — BBC 5 Live Sport (@5liveSport) July 22, 2019„Það er mín persónulega skoðun að ef Liverpool hefur efni á Gareth Bale þá eiga þeir að kaupa hann,“ sagði Paul Ince og hélt svo áfram. „Ef við skoðum þrjá fremstu menn liðsins þá hafa þeir verið að spila fótbolta í allt sumar. Sadio Mané var að klára Afríkukeppnina með Senegal, Mo Salah var með Egyptalandi og Roberto Firmino fór alla leið með Brasilíu í Copa America. Hversu mikla hvíld fá þessir leikmenn áður en tímabilið byrjar,“ spurði Ince. „Bale getur spilað á vinstri kanti, hann getur spilað á hægri kanti og hann getur spilað fyrir miðju. Þetta getur varla verið spurning um peninga fyrir Bale. Hann hlýtur að vilja fara til liðs sem er að fara að vinna eitthvað og þarna ertu með Evrópumeistarana sem rétt misstu af enska titlinum. Hvaða önnur lið hafa efni á honum. Manchester City og kannski Manchester United. Ég held að það væri ekki rétt hjá Gareth að fara aftur til Tottenham,“ sagði Paul Ince eins og heyra má í myndbandinu hér fyrir ofan.
Enski boltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira