Íslenski boltinn

„Blóðtaka fyrir Fylki að missa Kolbein“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kolbeinn skoraði í sigri Fylkis á ÍBV.
Kolbeinn skoraði í sigri Fylkis á ÍBV. vísir/vilhelm

Kolbeinn Birgir Finnsson leikur væntanlega sinn síðasta leik fyrir Fylki gegn KR á sunnudaginn. Hann er á láni hjá Fylki frá Brentford og snýr aftur til enska B-deildarliðsins eftir leikinn gegn KR.

Kolbeinn hefur verið vaxandi í sumar og lék sérstaklega vel í 3-0 sigri Fylkis á ÍBV um helgina og skoraði fyrsta mark Árbæinga.

„Fylkismenn leggja væntanlega allt í sölurnar til að halda honum lengur því hann hefur sprungið út. Hann byrjaði rólega en var frábær í þessum leik. Þrátt fyrir að Eyjaliðið hafi verið slakt sýndi hann hversu mikil gæði hann er með,“ sagði Hallbera Gísladóttir í Pepsi Max-mörkunum í gær.

Kolbeinn er fjölhæfur og sá eiginleiki hefur nýst Fylkisliðinu afar vel í sumar.

„Hann er með mikið sjálfstraust og getur í raun spilað í hvaða stöðu sem hann er settur í,“ sagði Hallbera.

Þrátt fyrir að Fylkismenn hafi vitað að þeir gætu ekki notið krafta Kolbeins út tímabilið segir Hallbera að það setji strik í reikning þeirra að missa hann.

„Þetta er ekki beint áfall fyrir Fylki og þeir njóta hans á meðan þeir geta. En vissulega verður þetta mikil blóðtaka og það verður erfitt að fylla skarðið sem hann skilur eftir sig,“ bætti Hallbera við.

Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Pepsi Max-mörkin: Fá að njóta Kolbeins í einum leik til viðbótar
Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.