Íslenski boltinn

Sjáðu frábært mark Kolbeins og mörkin úr jafnteflinu fyrir norðan

Anton Ingi Leifsson skrifar

Tveimur leikjum er nú þegar lokið í Pepsi Max-deild karla í dag. Fylkir vann öruggan sigur á lánlausu liði ÍBV og KA og ÍA gerðu jafntefli fyrir norðan.

ÍBV er áfram fast við botninn eftir 3-0 tap í Árbænum. Kolbeinn Birgir Finnsson, Ásgeir Eyþórsson og Geoffrey Castillion skoruðu mörk Fylkis sem má sjá neðar í fréttinni.

KA komst upp úr fallsæti með 1-1 jafntefli gegn ÍA á heimavelli. Viktor Jónsson kom Skagamönnum yfir en Almarr Ormarsson jafnaði metin með laglegu marki í síðari hálfleik.

Mörkin úr þeim leik má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan en Pepsi Max-mörkin verða á dagskrá klukkan 21.15 annað kvöld. Leikur HK og FH verður einnig í beinni en flautað verður til leiks klukkan 19.15.Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.