Íslenski boltinn

Árangurinn ekki komið Valgeiri á óvart sem segir Anderlecht hafa mestan áhuga á sér

Anton Ingi Leifsson skrifar

Hinn sextán ára gamli Valgeir Valgeirsson hefur farið á kostum hjá nýliðum HK í Pepsi Max-deild karla en HK hefur verið á fljúgandi siglingu í deildinni að undanförnu.

Valgeir skoraði eitt og fiskaði víti í gær er liðið vann 2-0 sigur á FH í Kórnum en sigurinn var fjórði sigur Kópavogsliðsins í síðustu fjórum leikjum.

Valgeir hefur þrátt fyrir ungan aldur verið fastamaður í liði HK í síðustu leikjum og hann segir að árangurinn hjá honum sjálfum hafi ekki komið sér á óvart.

„Nei, eiginlega ekki. Ég hef mætt á æfingar og verið ótrúlega góður á öllum æfingum. Ég hef gert mitt besta,“ sagði Valgeir í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Þegar ég kom inn á í leikjunum í byrjun tímabils þá leið mér eins og ég kom inn með miklum krafti. Mér fannst ég standa mig vel og þegar ég byrjaði þessa leiki undanfarin er það ekki að koma á óvart.“

Aldurinn er ekki að trufla Valgeir inni á vellinum og hann er duglegur að láta finna fyrir sér. Hann segir að það hafi fylgt sér lengi.

„Ég er búinn að vera að stríða leikmönnum og vera leiðinlegi maðurinn á vellinum síðan ég var lítill. Ég er það enn þá og þú nærð ekki langt nema vera smá pirrandi á vellinum,“ en hver eru markmið þessa unga pilts?

„Markmiðið er að ná út í atvinnumennsku og vera í landsliðinu í framtíðinni. Það er mitt markmið og ég ætla að ná þeim.“

„Það eru félög sem hafa haft áhuga og eru að spyrja um mig. Anderlecht hefur mestan áhuga á mér og nú er ég bara að hugsa um Pepsi Max-deildina. Umboðsmaðurinn sér um þetta.“

Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan en þar ræðir Valgeir einnig um stemninguna í HK-liðinu og hversu mörg mörk hann


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.