Íslenski boltinn

Sjáðu magnaðan sprett Valgeirs og fyrsta mark Emils í þriðja sigri HK í röð

Anton Ingi Leifsson skrifar

HK vann 2-0 sigur á FH í Pepsi Max-deild karla í kvöld og Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Grindavík.

FH var mun meira með boltann en Emil Atlason, afmælisbarn dagsins, skoraði fyrsta markið á 31. mínútu eftir fyrirgjöf frá Herði Árnasyni.

Skömmu fyrir hálfleik bættu heimamenn við marki. Hinn sextán ára gamli Valgeir Valgeirsson átti frábæran sprett og brotið var á honum innan vítateigs.

Atli Arnarson steig á punktinn og skoraði en staðan 2-0 í hálfleik. FH reyndi og reyndi í síðari hálfleik en allt kom fyrir ekki og lokatölur 2-0.

Mörkin úr leiknum má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.