Íslenski boltinn

Breiðablik átti 22 marktilraunir gegn Grindavík en aðeins tvær fóru á markið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Áhyggjufullur Ágúst Gylfason.
Áhyggjufullur Ágúst Gylfason. vísir/daníel

Breiðablik og Grindavík gerðu markalaust jafntefli í þrettándu umferð Pepsi Max-deildar karla á mánudagskvöldið en það kom ekki mörgum á óvart að leikurinn hafi endað með jafntefli og hvað þá markalausu.

Þetta var áttunda jafntefli Grindavíkur í sumar og fimmta 0-0 jafnteflið þeirra en einungis 18 mörk hafa litið dagsins ljós í leikjum Grindavíkur. Til samanburðar hafa 40 mörk komið í leikjum Víkings sem er sæti neðar.

Breiðablik var mun meira með boltann í leiknum og átti fleiri skot á markið en allt þetta kemur fram í tölfræði frá veitunni InStat sem gefur út tölfræðiskýrslu eftir hvern einasta leik í Pepsi Max-deildinni.

Kópavogsliðið átti 22 marktilraunir að marki Grindavíkur en athygli vekur að einungis tvö af þeim rötuðu á markið. Grindavík átti átta skot en ekkert þeirra rataði á markið. Því fóru einungis tvö skot á markið í öllum leiknum.

Ef litið er til þess hve mikið liðin voru með boltann sést hvaða lið hafði yfirhöndina í leiknum. Breiðablik var 69% með boltann í fyrri hálfleik og 64% í seinni, samanlagt 66%. Það dugði þó ekki til.

Ekkert mark var skorað í leiknum og Breiðablik er áfram í öðru sætinu, sjö stigum á eftir KR. Grindavík er í níunda sætinu, stigi fyrir ofan KA sem er í fallsæti.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.