Íslenski boltinn

Þróttur á toppinn eftir stórsigur í Breiðholtinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Margrét skoraði fernu gegn ÍR.
Margrét skoraði fernu gegn ÍR. mynd/þróttur
Þróttur R. tyllti sér á topp Inkasso-deildar kvenna með stórsigri á ÍR, 0-7, í Mjóddinni í kvöld. Þróttur vann báða deildarleikina gegn ÍR, 17-0 samanlagt.



Þróttarar, sem hafa unnið þrjá leiki í röð, eru með 24 stig á toppi deildarinnar. FH, sem er í 2. sæti, getur endurheimt toppsætið með sigri á ÍA annað kvöld. ÍR er hins vegar án stiga á botni deildarinnar.

Margrét Sveinsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Þrótt í kvöld. Linda Líf Boama skoraði tvö mörk og Lauren Wade eitt. Linda Líf er markahæst í Inkasso-deildinni með 12 mörk ásamt Murielle Tiernan, leikmanni Tindastóls. 

Afturelding vann sinn þriðja sigur í síðustu fjórum leikjum þegar liðið lagði Fjölni að velli, 1-2.

Darian Powell og Samira Suleman skoruðu mörk Mosfellinga sem eru í 4. sæti deildarinnar.

Fjölniskonur eru í níunda og næstneðsta sætinu með ellefu stig.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×