Yfirmaður leyniþjónustunnar hættir og Trump tilnefnir bandamann Kjartan Kjartansson skrifar 29. júlí 2019 10:03 Coats er 76 ára gamall og var skipaður yfirmaður leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna árið 2017. Vísir/EPA Dan Coats, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, ætlar að segja af sér í næsta mánuði. Donald Trump forseti hefur þegar tilkynnt um að hann ætli að tilnefna þingmann repúblikana sem hefur varið hann með kjafti og klóm gegn Rússarannsókninni. Coats er talinn hafa fallið illa í kramið hjá Trump því upplýsingar hans grófu undan fullyrðingum forsetans.Washington Post segir að Trump og Coats hafi greint á um ógnina sem steðji af kosningaafskiptum Rússa, framgangi kjarnorkuáætlunar Írans og hættuna af Ríki íslams í Sýrlandi. Coats hafi fundist hann einangraður innan ríkisstjórnarinnar og útilokaður frá meiriháttar þjóðaröryggisákvörðunum. Trump tilkynnti um brotthvarf Coats með tísti í gær þar sem hann þakkaði honum aðeins stuttlega fyrir þjónustu hans.I am pleased to announce that highly respected Congressman John Ratcliffe of Texas will be nominated by me to be the Director of National Intelligence. A former U.S. Attorney, John will lead and inspire greatness for the Country he loves. Dan Coats, the current Director, will....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 28, 2019 Í stað Coats tilnefndi Trump fulltrúadeildarþingmanninn John Ratcliffe frá Texas. Ratcliffe hefur litla sem enga reynslu af leyniþjónustumálum en hefur hamast gegn Rússarannsókninni svonefndu, meðal annars þegar Robert Mueller, fyrrverandi sérstaki rannsakandinn, kom fyrir þingnefndir í síðustu viku.New York Times segir að sumir þingmenn, þar á meðal Richard Burr, formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar, og þingmaður repúblikana, hafi lýst efasemdum um tilnefningu Ratcliffe sem þeir óttast að sé of pólitískur fyrir starf yfirmanns leyniþjónustunnar. Demókratar hafa áhyggjur af því að hollusta við Trump frekar en hæfni í starfið eigi eftir að ráða við valið á eftirmanni Coats.Reiðir yfir að Coats væri í mótsögn við forsetann Coats er sagður hafa reitt ráðgjafa Trump forseta til reiði þegar hann sagði á ráðstefnu í Aspen að hefði Trump spurt hann ráða, hefði hann ráðlagt honum að funda ekki einslega með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í júlí í fyrra. Trump og Pútín ræddu þá saman án þess að nokkrir aðstoðarmenn eða embættismenn Hvíta hússins væru viðstaddir. Trump hefur einnig hellt úr skálum reiði sinnar yfir Coats. Eftir að leyniþjónustustjórinn bar vitni fyrir öldungadeild þingsins og sagði ólíklegt að Norður-Kórea ætti eftir að gefa eftir kjarnavopn sín, Íran væri ekki að smíða kjarnavopn og að Ríki íslams gæti enn valdið usla í Sýrlandi, sem stangaðist allt á við fullyrðingar Trump, kallaði forsetinn hann „aðgerðalausan og barnalegan“ og stakk upp á að hann ætti að fara í endurmenntun. Þá er Hvíta húsið ítrekað sagt hafa dregið úr gagnrýni Coats á framferði rússneskra stjórnvalda. Í leynilegri skýrslu um afskipti Rússa af þingkosningunum í fyrra hafi Coats farið hörðum orðum um hvernig Rússa ýttu undir samsæriskenningar og ólu á sundrung innan Bandaríkjanna. Í opinberri yfirlýsingu sem Hvíta húsið sendi út var verulega dregið úr gagnrýninni. Á móti hefur Ratcliffe, sem Trump vill að taki við, tekið undir samsæriskenningar forsetans um að Rússar hafi átt í leynilegu samráði við Hillary Clinton, mótherja Trump í forsetakosningunum árið 2016, um að koma höggi á Trump. Coats var áður fulltrúa- og öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Indiana. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir ólíklegt að Norður-Kórea láti kjarnorkuvopn af hendi Yfirmaður leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna segir Kim Jong-un líta á þau vopn sem tryggingu fyrir áframhaldandi yfirráðum hans og fjölskyldu hans í Norður-Kóreu. 29. janúar 2019 16:56 Trump hæðist að yfirmönnum eigin leyniþjónustu Hann sagði þau barnaleg og réttast væri að þau færu aftur í skóla. 30. janúar 2019 14:51 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira
Dan Coats, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, ætlar að segja af sér í næsta mánuði. Donald Trump forseti hefur þegar tilkynnt um að hann ætli að tilnefna þingmann repúblikana sem hefur varið hann með kjafti og klóm gegn Rússarannsókninni. Coats er talinn hafa fallið illa í kramið hjá Trump því upplýsingar hans grófu undan fullyrðingum forsetans.Washington Post segir að Trump og Coats hafi greint á um ógnina sem steðji af kosningaafskiptum Rússa, framgangi kjarnorkuáætlunar Írans og hættuna af Ríki íslams í Sýrlandi. Coats hafi fundist hann einangraður innan ríkisstjórnarinnar og útilokaður frá meiriháttar þjóðaröryggisákvörðunum. Trump tilkynnti um brotthvarf Coats með tísti í gær þar sem hann þakkaði honum aðeins stuttlega fyrir þjónustu hans.I am pleased to announce that highly respected Congressman John Ratcliffe of Texas will be nominated by me to be the Director of National Intelligence. A former U.S. Attorney, John will lead and inspire greatness for the Country he loves. Dan Coats, the current Director, will....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 28, 2019 Í stað Coats tilnefndi Trump fulltrúadeildarþingmanninn John Ratcliffe frá Texas. Ratcliffe hefur litla sem enga reynslu af leyniþjónustumálum en hefur hamast gegn Rússarannsókninni svonefndu, meðal annars þegar Robert Mueller, fyrrverandi sérstaki rannsakandinn, kom fyrir þingnefndir í síðustu viku.New York Times segir að sumir þingmenn, þar á meðal Richard Burr, formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar, og þingmaður repúblikana, hafi lýst efasemdum um tilnefningu Ratcliffe sem þeir óttast að sé of pólitískur fyrir starf yfirmanns leyniþjónustunnar. Demókratar hafa áhyggjur af því að hollusta við Trump frekar en hæfni í starfið eigi eftir að ráða við valið á eftirmanni Coats.Reiðir yfir að Coats væri í mótsögn við forsetann Coats er sagður hafa reitt ráðgjafa Trump forseta til reiði þegar hann sagði á ráðstefnu í Aspen að hefði Trump spurt hann ráða, hefði hann ráðlagt honum að funda ekki einslega með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í júlí í fyrra. Trump og Pútín ræddu þá saman án þess að nokkrir aðstoðarmenn eða embættismenn Hvíta hússins væru viðstaddir. Trump hefur einnig hellt úr skálum reiði sinnar yfir Coats. Eftir að leyniþjónustustjórinn bar vitni fyrir öldungadeild þingsins og sagði ólíklegt að Norður-Kórea ætti eftir að gefa eftir kjarnavopn sín, Íran væri ekki að smíða kjarnavopn og að Ríki íslams gæti enn valdið usla í Sýrlandi, sem stangaðist allt á við fullyrðingar Trump, kallaði forsetinn hann „aðgerðalausan og barnalegan“ og stakk upp á að hann ætti að fara í endurmenntun. Þá er Hvíta húsið ítrekað sagt hafa dregið úr gagnrýni Coats á framferði rússneskra stjórnvalda. Í leynilegri skýrslu um afskipti Rússa af þingkosningunum í fyrra hafi Coats farið hörðum orðum um hvernig Rússa ýttu undir samsæriskenningar og ólu á sundrung innan Bandaríkjanna. Í opinberri yfirlýsingu sem Hvíta húsið sendi út var verulega dregið úr gagnrýninni. Á móti hefur Ratcliffe, sem Trump vill að taki við, tekið undir samsæriskenningar forsetans um að Rússar hafi átt í leynilegu samráði við Hillary Clinton, mótherja Trump í forsetakosningunum árið 2016, um að koma höggi á Trump. Coats var áður fulltrúa- og öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Indiana.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir ólíklegt að Norður-Kórea láti kjarnorkuvopn af hendi Yfirmaður leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna segir Kim Jong-un líta á þau vopn sem tryggingu fyrir áframhaldandi yfirráðum hans og fjölskyldu hans í Norður-Kóreu. 29. janúar 2019 16:56 Trump hæðist að yfirmönnum eigin leyniþjónustu Hann sagði þau barnaleg og réttast væri að þau færu aftur í skóla. 30. janúar 2019 14:51 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira
Segir ólíklegt að Norður-Kórea láti kjarnorkuvopn af hendi Yfirmaður leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna segir Kim Jong-un líta á þau vopn sem tryggingu fyrir áframhaldandi yfirráðum hans og fjölskyldu hans í Norður-Kóreu. 29. janúar 2019 16:56
Trump hæðist að yfirmönnum eigin leyniþjónustu Hann sagði þau barnaleg og réttast væri að þau færu aftur í skóla. 30. janúar 2019 14:51