Enski boltinn

Maddison útskýrði fjarveru Maguire með skemmtilegu tísti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Maguire og Maddison á góðri stundu.
Maguire og Maddison á góðri stundu. vísir/getty
Harry Maguire, varnarmaður Leicester, æfði ekki með Leicester í gær en enski varnarmaðurinn er sagður á leið til Manchester United.

Eftir að fréttir bárust af því að Maguire hafi ekki verið með Leicester á æfingu í dag tengdu flestir fjarveru hans við það að það væri klárt að hann væri á leið til Manchester United.

James Maddison, samherji Leicester, kom hins vegar samherja sínum til varnar með skemmtilegu tísti.







Maddison notaði skemmtilega kalla til að útskýra fjarveru Maguire en á því má lesa að enski varnarmaðurinn hafi einfaldlega verið veikur í gær.

Ekki er þó útilokað að Maguire gangi í raðir Manchester United í sumarglugganum en rauðu djöflarnir vilja ólmir fá hann til félagsins.


Tengdar fréttir

Maguire mætti ekki á æfingu hjá Leicester City

Það var enginn Harry Maguire á æfingu Leicester City í dag og voru menn fljótir að tengja það við áhuga Manchester United á að kaupa enska landsliðsmiðvörðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×