Íslenski boltinn

Rúnar og Bjarni eiga saman 9 af 13 lengstu sigurgöngum KR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KR-ingar fagna marki á móti KA í Pepsi Max deild karla í sumar.
KR-ingar fagna marki á móti KA í Pepsi Max deild karla í sumar. Vísir/Bára
KR hefur aldrei áður unnið átta leiki í röð í tólf liða efstu deild en nöfn þjálfaranna Rúnars Kristinssonar og Bjarna Guðjónssonar eru afar áberandi á listanum yfir lengstu sigurgöngur félagsins frá því að deildin innihélt fyrst tólf lið sumarið 2008.

KR-ingar hafa unnið átta leiki í röð í Pepsi Max deild karla og eru komnir með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar. Þetta er lengsta sigurganga KR í deildinni í 23 ár eða síðan í fyrri umferðinni 1996 þegar Vesturbæjarliðið vann einnig átta deildarleiki í röð.

KR hefur þrisvar sinnum unnið sjö deildarleiki í röð í nútíma fótbolta (frá 1977) þar af einu sinni í tólf liða deild. Hin tvö skiptin voru undir stjórn Atla Eðvaldssonar 1998 og 1999.

Rúnar Kristinsson og Bjarni Guðjónsson vinna nú saman hjá KR, Rúnar er aðalþjálfari og Bjarni er aðstoðarþjálfari. Þeir höfðu áður þjálfað báðir KR-liðið einir.

Þegar við skoðum þrettán lengstu sigurgöngur KR-inga í tólf liða efstu deild þá eru nöfn Rúnars og Bjarna áberandi. Rúnar er reyndar í nokkrum sérflokki því hann á fjórar af sex lengstu sigurgöngum KR í 12 liða deild og sjö af umræddum þrettán lengstu.

Bjarni Guðjónsson á tvær frá sumrinu 2015 sem var hans fyrsta sem aðalþjálfari KR-inga. Logi Ólafsson á tvær og Willum Þór Þórsson er síðan með þá síðustu en liðið vann fimm leiki undir hans stjórn undir lok 2016 tímabilsins.

Lengstu sigurgöngur KR-inga í 12 liða deild (2008-2019):

8 sigurleikir í röð

2019 undir stjórn Rúnars Kristinssonar

7 sigurleikir í röð

2013 undir stjórn Rúnars Kristinssonar

6 sigurleikir í röð

2010 undir stjórn Rúnars Kristinssonar

2009 undir stjórn Loga Ólafssonar

5 sigurleikir í röð

2016 undir stjórn Willums Þórs Þórssonar

2012 undir stjórn Rúnars Kristinssonar

4 sigurleikir í röð

2015 undir stjórn Bjarna Guðjónssonar

2015 undir stjórn Bjarna Guðjónssonar

2013 undir stjórn Rúnars Kristinssonar

2013 undir stjórn Rúnars Kristinssonar

2011 undir stjórn Rúnars Kristinssonar

2009 undir stjórn Loga Ólafssonar

2008 undir stjórn Loga Ólafssonar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×