Enski boltinn

Fyrirliði Arsenal neitaði að fara með til Bandaríkjanna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Koscielny hefur verið hjá Arsenal í níu ár.
Koscielny hefur verið hjá Arsenal í níu ár. vísir/getty
Laurent Koscielny, fyrirliði Arsenal, neitaði að fara með félaginu í æfinga- og keppnisferð til Bandaríkjanna.

Arsenal sendi frá sér yfirlýsingu þar sem félagið lýsir yfir vonbrigðum með ákvörðun Koscielnys. Arsenal vonast til að leysa málið en ætlar ekki að tjá sig frekar um að því er fram kemur í yfirlýsingunni.



Koscielny hefur verið hjá Arsenal síðan 2010 og leikið 353 leiki fyrir félagið.

Hann glímdi við meiðsli á síðasta tímabili og lék aðeins 17 leiki í ensku úrvalsdeildinni þar sem Arsenal endaði í 5. sæti.

Koscielny, sem er 33 ára, var gerður að fyrirliða Arsenal eftir að Per Mertesacker lagði skóna á hilluna 2018.


Tengdar fréttir

Efast um að Arsenal hafi efni á Zaha

Wilfried Zaha virðist færast fjær möguleikanum á að fara til Arsenal, menn í hans innsta hring efast um að Skytturnar eigi efni á að fá Fílbeinsstrendinginn til sín samkvæmt frétt Sky Sports.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×