Búa sig undir að handtaka þúsundir innflytjenda Kjartan Kjartansson skrifar 11. júlí 2019 12:55 Fulltrúi innflytjendaseftirlitsins ICE fylgist með þegar hópur innflytjenda var sendur frá Bandaríkjunum til El Salvador. AP/David J. Phillip Bandarísk innflytjendayfirvöld eru nú sögð undirbúa umfangsmiklar aðgerðir til að smala saman þúsundunum innflytjenda sem eru ólöglega í landinu og vísa þeim úr landi á sunnudag. Sambærilegum aðgerðum var nýlega frestað eftir að Donald Trump forseti greindi frá þeim fyrir fram á Twitter.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum innan bandaríska stjórnkerfisins að fjöldahandtökur hefjist í tíu borgum á sunnudag. Fulltrúar Innflytjenda- og tollaeftirlitsins (ICE) standi fyrir rassíunum sem eigi að standa yfir í nokkra daga. Aðgerðirnar eru sagðar beinast að í það minnsta tvö þúsund manns sem hafa nýlega komið ólöglega yfir landamærin og á að vísa úr landi. Það er ekki aðeins þeir einstaklingar sem eiga á hættu að vera hent úr landi heldur segja heimildarmenn blaðsins að innflytjendur sem kunna að vera á staðnum þar sem rassíurnar fara fram verði einnig handteknir. Deildar meiningar eru sagðar innan heimavarnaráðuneytis Trump forseta um aðgerðirnar. Þannig eru fulltrúar þess sagði hafa áhyggjur af því að þeir þurfi að handataka ungbörn og yngri börn. Fréttir af mögulegum rassíum hafi einnig þegar spurst út á meðal innflytjendasamfélagsins sem sé tilbúið að forðast handtöku. Innflytjendaeftirlitið hefur ekki heimild til að ryðjast inn á heimili neiti fólk að opna fyrir fulltrúum hennar. Trump forseti hefur átt stærstan þátt í að boða aðgerðirnar opinberlega. Fyrr í sumar tilkynnti hann á Twitter um stórfelldar handtökur á innflytjendum, fulltrúum innflytjendaeftirlitsins að óvörum. Slíkum aðgerðum var frestað í júní, meðal annars vegna þess að eftirlitið taldi öryggi fulltrúa sinna í hættu eftir að forsetinn upplýsti um aðgerðirnar en einnig vegna andstöðu innan stjórnkerfisins. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Bandarísk innflytjendayfirvöld eru nú sögð undirbúa umfangsmiklar aðgerðir til að smala saman þúsundunum innflytjenda sem eru ólöglega í landinu og vísa þeim úr landi á sunnudag. Sambærilegum aðgerðum var nýlega frestað eftir að Donald Trump forseti greindi frá þeim fyrir fram á Twitter.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum innan bandaríska stjórnkerfisins að fjöldahandtökur hefjist í tíu borgum á sunnudag. Fulltrúar Innflytjenda- og tollaeftirlitsins (ICE) standi fyrir rassíunum sem eigi að standa yfir í nokkra daga. Aðgerðirnar eru sagðar beinast að í það minnsta tvö þúsund manns sem hafa nýlega komið ólöglega yfir landamærin og á að vísa úr landi. Það er ekki aðeins þeir einstaklingar sem eiga á hættu að vera hent úr landi heldur segja heimildarmenn blaðsins að innflytjendur sem kunna að vera á staðnum þar sem rassíurnar fara fram verði einnig handteknir. Deildar meiningar eru sagðar innan heimavarnaráðuneytis Trump forseta um aðgerðirnar. Þannig eru fulltrúar þess sagði hafa áhyggjur af því að þeir þurfi að handataka ungbörn og yngri börn. Fréttir af mögulegum rassíum hafi einnig þegar spurst út á meðal innflytjendasamfélagsins sem sé tilbúið að forðast handtöku. Innflytjendaeftirlitið hefur ekki heimild til að ryðjast inn á heimili neiti fólk að opna fyrir fulltrúum hennar. Trump forseti hefur átt stærstan þátt í að boða aðgerðirnar opinberlega. Fyrr í sumar tilkynnti hann á Twitter um stórfelldar handtökur á innflytjendum, fulltrúum innflytjendaeftirlitsins að óvörum. Slíkum aðgerðum var frestað í júní, meðal annars vegna þess að eftirlitið taldi öryggi fulltrúa sinna í hættu eftir að forsetinn upplýsti um aðgerðirnar en einnig vegna andstöðu innan stjórnkerfisins.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira