Búa sig undir að handtaka þúsundir innflytjenda Kjartan Kjartansson skrifar 11. júlí 2019 12:55 Fulltrúi innflytjendaseftirlitsins ICE fylgist með þegar hópur innflytjenda var sendur frá Bandaríkjunum til El Salvador. AP/David J. Phillip Bandarísk innflytjendayfirvöld eru nú sögð undirbúa umfangsmiklar aðgerðir til að smala saman þúsundunum innflytjenda sem eru ólöglega í landinu og vísa þeim úr landi á sunnudag. Sambærilegum aðgerðum var nýlega frestað eftir að Donald Trump forseti greindi frá þeim fyrir fram á Twitter.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum innan bandaríska stjórnkerfisins að fjöldahandtökur hefjist í tíu borgum á sunnudag. Fulltrúar Innflytjenda- og tollaeftirlitsins (ICE) standi fyrir rassíunum sem eigi að standa yfir í nokkra daga. Aðgerðirnar eru sagðar beinast að í það minnsta tvö þúsund manns sem hafa nýlega komið ólöglega yfir landamærin og á að vísa úr landi. Það er ekki aðeins þeir einstaklingar sem eiga á hættu að vera hent úr landi heldur segja heimildarmenn blaðsins að innflytjendur sem kunna að vera á staðnum þar sem rassíurnar fara fram verði einnig handteknir. Deildar meiningar eru sagðar innan heimavarnaráðuneytis Trump forseta um aðgerðirnar. Þannig eru fulltrúar þess sagði hafa áhyggjur af því að þeir þurfi að handataka ungbörn og yngri börn. Fréttir af mögulegum rassíum hafi einnig þegar spurst út á meðal innflytjendasamfélagsins sem sé tilbúið að forðast handtöku. Innflytjendaeftirlitið hefur ekki heimild til að ryðjast inn á heimili neiti fólk að opna fyrir fulltrúum hennar. Trump forseti hefur átt stærstan þátt í að boða aðgerðirnar opinberlega. Fyrr í sumar tilkynnti hann á Twitter um stórfelldar handtökur á innflytjendum, fulltrúum innflytjendaeftirlitsins að óvörum. Slíkum aðgerðum var frestað í júní, meðal annars vegna þess að eftirlitið taldi öryggi fulltrúa sinna í hættu eftir að forsetinn upplýsti um aðgerðirnar en einnig vegna andstöðu innan stjórnkerfisins. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Sjá meira
Bandarísk innflytjendayfirvöld eru nú sögð undirbúa umfangsmiklar aðgerðir til að smala saman þúsundunum innflytjenda sem eru ólöglega í landinu og vísa þeim úr landi á sunnudag. Sambærilegum aðgerðum var nýlega frestað eftir að Donald Trump forseti greindi frá þeim fyrir fram á Twitter.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum innan bandaríska stjórnkerfisins að fjöldahandtökur hefjist í tíu borgum á sunnudag. Fulltrúar Innflytjenda- og tollaeftirlitsins (ICE) standi fyrir rassíunum sem eigi að standa yfir í nokkra daga. Aðgerðirnar eru sagðar beinast að í það minnsta tvö þúsund manns sem hafa nýlega komið ólöglega yfir landamærin og á að vísa úr landi. Það er ekki aðeins þeir einstaklingar sem eiga á hættu að vera hent úr landi heldur segja heimildarmenn blaðsins að innflytjendur sem kunna að vera á staðnum þar sem rassíurnar fara fram verði einnig handteknir. Deildar meiningar eru sagðar innan heimavarnaráðuneytis Trump forseta um aðgerðirnar. Þannig eru fulltrúar þess sagði hafa áhyggjur af því að þeir þurfi að handataka ungbörn og yngri börn. Fréttir af mögulegum rassíum hafi einnig þegar spurst út á meðal innflytjendasamfélagsins sem sé tilbúið að forðast handtöku. Innflytjendaeftirlitið hefur ekki heimild til að ryðjast inn á heimili neiti fólk að opna fyrir fulltrúum hennar. Trump forseti hefur átt stærstan þátt í að boða aðgerðirnar opinberlega. Fyrr í sumar tilkynnti hann á Twitter um stórfelldar handtökur á innflytjendum, fulltrúum innflytjendaeftirlitsins að óvörum. Slíkum aðgerðum var frestað í júní, meðal annars vegna þess að eftirlitið taldi öryggi fulltrúa sinna í hættu eftir að forsetinn upplýsti um aðgerðirnar en einnig vegna andstöðu innan stjórnkerfisins.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Sjá meira