Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. júlí 2019 06:30 Laila Matar, sérfræðingur í málefnum Filippseyja. Mannréttindavaktin Ályktun Íslands um stöðu mannréttinda á Filippseyjum var samþykkt í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í gær. Talið er að ríkisstjórn Duterte forseta hafi framið morð og önnur ódæði í nafni stríðs gegn eiturlyfjum. Fréttablaðið ræddi við Lailu Matar frá Noregi sem sér um málefni Filippseyja fyrir Mannréttindavaktina. „Þetta er aðeins fyrsta skrefið í átt að því að stjórn Duterte axli ábyrgð, en við höfum beðið lengi eftir því,“ segir Matar. „Fórnarlömb mannréttindabrota í landinu skipta þúsundum.“ Hvort Filippseyjar verði samvinnuþýðar varðandi þá rannsóknarvinnu sem samþykkt var að færi fram er óljóst að mati Matar. „Stjórn Duterte hefur sýnt gangverki Sameinuðu þjóðanna mikinn mótþróa. En við vonumst til að þessi ályktun knýi hana til þess að verða samvinnuþýðari.“ Samkvæmt ályktuninni verður staða mannréttindamála í landinu könnuð. Matar segir þó að hin móralska hlið sé ekki síður mikilvæg. Hún gefi fórnarlömbum, aðstandendum þeirra og öllu baráttufólki fyrir mannréttindum í landinu von um að alþjóðasamfélagið sé að bregðast við. „Það er erfitt að segja,“ segir Matar þegar hún er spurð hvað hinum almenna Filippseyingi finnist um þetta. „Áróður stjórnarinnar er mikill og fólk þorir síður að tala gegn henni,“ segir Matar. „Hið svokallaða stríð gegn eiturlyfjum kemur verst niður á þeim fátækustu í landinu. Það er það sem er svo aðdáunarvert við ályktun Íslands. Hún gefur þessu fólki rödd.“ Stuðningur við ályktunina kom víðs vegar að úr heiminum, til dæmis rómönsku Ameríku og Austur-Asíu. Matar segir að þessi víðtæki stuðningur sendi mjög skýr skilaboð til stjórnvalda á Filippseyjum. „Ísland fór fram af miklu hugrekki þrátt fyrir að Filippseyjar hafi haft mun meira bolmagn á bak við sig og beitt því af fullri hörku innan Sameinuðu þjóðanna.“ Birtist í Fréttablaðinu Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14 Ummælin til marks um slæma samvisku Málflutningur utanríkisráðherra Filippseyja er ekki svaraverður. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við Fréttablaðið. 11. júlí 2019 06:30 Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. 10. júlí 2019 09:15 Tillaga Íslands samþykkt og Filippseyingar bregðast illa við Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á fundi sínum í dag tillögu Íslands vegna mannréttindaástandsins á Filippseyjum með átján atkvæðum gegn fimmtán. 11. júlí 2019 11:03 Vísar ásökunum um hræsni til föðurhúsanna Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. 9. júlí 2019 12:55 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira
Ályktun Íslands um stöðu mannréttinda á Filippseyjum var samþykkt í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í gær. Talið er að ríkisstjórn Duterte forseta hafi framið morð og önnur ódæði í nafni stríðs gegn eiturlyfjum. Fréttablaðið ræddi við Lailu Matar frá Noregi sem sér um málefni Filippseyja fyrir Mannréttindavaktina. „Þetta er aðeins fyrsta skrefið í átt að því að stjórn Duterte axli ábyrgð, en við höfum beðið lengi eftir því,“ segir Matar. „Fórnarlömb mannréttindabrota í landinu skipta þúsundum.“ Hvort Filippseyjar verði samvinnuþýðar varðandi þá rannsóknarvinnu sem samþykkt var að færi fram er óljóst að mati Matar. „Stjórn Duterte hefur sýnt gangverki Sameinuðu þjóðanna mikinn mótþróa. En við vonumst til að þessi ályktun knýi hana til þess að verða samvinnuþýðari.“ Samkvæmt ályktuninni verður staða mannréttindamála í landinu könnuð. Matar segir þó að hin móralska hlið sé ekki síður mikilvæg. Hún gefi fórnarlömbum, aðstandendum þeirra og öllu baráttufólki fyrir mannréttindum í landinu von um að alþjóðasamfélagið sé að bregðast við. „Það er erfitt að segja,“ segir Matar þegar hún er spurð hvað hinum almenna Filippseyingi finnist um þetta. „Áróður stjórnarinnar er mikill og fólk þorir síður að tala gegn henni,“ segir Matar. „Hið svokallaða stríð gegn eiturlyfjum kemur verst niður á þeim fátækustu í landinu. Það er það sem er svo aðdáunarvert við ályktun Íslands. Hún gefur þessu fólki rödd.“ Stuðningur við ályktunina kom víðs vegar að úr heiminum, til dæmis rómönsku Ameríku og Austur-Asíu. Matar segir að þessi víðtæki stuðningur sendi mjög skýr skilaboð til stjórnvalda á Filippseyjum. „Ísland fór fram af miklu hugrekki þrátt fyrir að Filippseyjar hafi haft mun meira bolmagn á bak við sig og beitt því af fullri hörku innan Sameinuðu þjóðanna.“
Birtist í Fréttablaðinu Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14 Ummælin til marks um slæma samvisku Málflutningur utanríkisráðherra Filippseyja er ekki svaraverður. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við Fréttablaðið. 11. júlí 2019 06:30 Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. 10. júlí 2019 09:15 Tillaga Íslands samþykkt og Filippseyingar bregðast illa við Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á fundi sínum í dag tillögu Íslands vegna mannréttindaástandsins á Filippseyjum með átján atkvæðum gegn fimmtán. 11. júlí 2019 11:03 Vísar ásökunum um hræsni til föðurhúsanna Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. 9. júlí 2019 12:55 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira
Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14
Ummælin til marks um slæma samvisku Málflutningur utanríkisráðherra Filippseyja er ekki svaraverður. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við Fréttablaðið. 11. júlí 2019 06:30
Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. 10. júlí 2019 09:15
Tillaga Íslands samþykkt og Filippseyingar bregðast illa við Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á fundi sínum í dag tillögu Íslands vegna mannréttindaástandsins á Filippseyjum með átján atkvæðum gegn fimmtán. 11. júlí 2019 11:03
Vísar ásökunum um hræsni til föðurhúsanna Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. 9. júlí 2019 12:55