Innlent

Ummælin til marks um slæma samvisku

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Teodoro Locsin yngri, utanríkisráðherra Filippseyja.
Teodoro Locsin yngri, utanríkisráðherra Filippseyja. Nordicphotos/AFP

Málflutningur utanríkisráðherra Filippseyja er ekki svaraverður. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við Fréttablaðið.

Filippseyingurinn, Teodoro Locsin yngri, sagði á Twitter á þriðjudaginn að ef tillaga, sem Ísland lagði fram í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna fyrir viku, verði samþykkt myndi það þýða veglega bónusa frá eiturlyfjabarónum handa aðstandendum tillögunnar.

„Þessi fullyrðing er ekki svaraverð enda virðist hún fyrst og fremst til marks um slæma samvisku stjórnvalda á Filippseyjum vegna þessa máls,“ segir Guðlaugur Þór um málið.

Ítrekað og ítarlega hefur verið fjallað um herferð stjórnvalda á Filippseyjum gegn fíkniefnum þar í landi. Í tillögunni er til þess ætlast að Filippseyingar „geri allt sem í valdi þeirra stendur til að fyrirbyggja aftökur án dóms og laga og mannshvörf“.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.