Enski boltinn

Fyrirliði Chelsea hefur engar áhyggjur af reynsluleysi Lampard

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Azpilicueta og Lampard léku saman hjá Chelsea í tvö ár. Nú hafa hlutverk þeirra hjá félaginu breyst.
Azpilicueta og Lampard léku saman hjá Chelsea í tvö ár. Nú hafa hlutverk þeirra hjá félaginu breyst. vísir/getty
César Azpilicueta, fyrirliði Chelsea, hefur engar áhyggjur af því að reynsluleysi verði nýjum knattspyrnustjóra liðsins, Frank Lampard, fjötur um fót.

Stjóraferill Lampards hófst í fyrra þegar hann tók við Derby County. Eftir eitt ár hjá Hrútunum var hann ráðinn stjóri Chelsea, liðsins sem hann spilaði með 13 ár, fyrr í sumar.

„Ég hef engar áhyggjur af honum. Hann öðlaðist mikla reynslu á ferlinum þar sem hann spilaði á hæsta getustigi og fyrir mjög færa stjóra,“ sagði Azpilicueta um Lampard.

„Ég er handviss um að ástríða hans fyrir starfinu fleyti honum langt, hjá félaginu sem hann elskar og stuðningsmennirnir elska hann.“

Azpilicueta lék með Lampard síðustu tvö tímabilin hans hjá Chelsea en nú leikur hann undir hans stjórn.

„Maður kallaði hann alltaf Lamps en núna er hann stjórinn,“ sagði Spánverjinn sem kom til Chelsea frá Marseille 2012.


Tengdar fréttir

Jafntefli í fyrsta leik Lampard

Frank Lampard byrjaði stjóratíð sína hjá Chelsea á því að gera jafntefli við írska liðið Bohemians í æfingaleik í gærkvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×