Enski boltinn

Crouch valdi draumalið leikmanna sem hann spilaði með

Anton Ingi Leifsson skrifar
Crouch var ávallt léttur.
Crouch var ávallt léttur. vísir/getty
Peter Crouch, sóknarmaðurinn skemmtilegi, ákvað að leggja skóna á hilluna í gær en þessi 38 ára gamli framherji var á síðustu leiktíð samherji Jóhanns Bergs Guðmundssonar hjá Burnley.

Crouch hefur komið víða við frá því að hann ólst upp hjá Brentford. Flestu mörkin skoraði hann fyrir Stoke, eða 46 talsins, en hann lék þar einnig í átta ár.







Daily Mirror fékk Crouch til þess að setja saman úrvalslið sitt en liðið er afar sterkt. Athygli vekur að fimm leikmenn í liðinu eru frá tíma Crouch hjá Liverpool.

John Terry spilaði með Crouch í enska landsliðinu og kemst í liðið en einungis fjórir leikmenn úr ellefu manna liðinu eru enn að spila í dag. Liðið má sjá hér að neðan.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×