Bandarískt barn lagt inn á spítala með líklega E. coli-sýkingu frá Efstadal II Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2019 12:17 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Baldur Bandarískt barn var lagt inn á sjúkrahús vegna gruns um að það hafi fengið E. coli-sýkingu eftir að hafa heimsótt ferðaþjónustubæinn Efstadal II í Bláskógabyggð. Sýkingin hefur ekki fengist staðfest en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir barnið „ansi grunsamlegt“. Þetta kom fram í máli Þórólfs í þættinum Vikulokunum á Rás 1. Alls hafa sautján börn greinst með E. coli sýkinguna á Íslandi síðustu vikur. Þau eiga það öll sameiginlegt að hafa komið að Efstadal II, sem er vinsæll ferðamannastaður. Fjölmargir ferðamenn heimsækja bæinn og hefur sóttvarnalæknir m.a. látið heilbrigðisstofnanir erlendis vita af sýkingunni, svo og haft samband við ferðaþjónustufyrirtæki sem komi skilaboðunum áleiðis til farþega sinna.Sjá einnig: Hætta á að erlendir ferðamenn hafi smitast í E. coli-faraldrinum og haldið heim til sín Þórólfur sagði í Vikulokunum að fleiri hefðu ekki greinst hér á landi síðan í gær, þegar tilkynnt var um sautjánda smitið. „Það eru reyndar fleiri sem bíða eftir rannsóknarniðurstöðum sem verðaekki gerðar fyrr en eftir helgina þannig að vafalaust bætast einhverjir við eftir helgi.“Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir Efstadal, enda er þar margt að sjá og gera.Vísir/mhhÞá hafi Landlæknisembættið verið látið vita af mögulegum sýkingum í útlöndum, líkt og Þórólfur kom inn á í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Vaknað hafi grunur um tvö slík tilfelli erlendis. Annar einstaklingurinn var rannsakaður og ekki með sýkinguna en hins vegar sé líklegt að bandarískt barn hafi smitast. „Þá höfum við verið að fá fregnir af einstaklingum erlendis frá sem hafa verið á þessum sömu stöðum, það er að segja Efstadal [II], og veikst erlendis. Ég fékk síðast í gær tölvupóst frá Ameríku þar sem að barn var lagt inn á spítala með sömu sýkingu,“ sagði Þórólfur. Þórólfur sagði í gær að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til að sporna við fleiri smitum virðist bera árangur. Þannig var allri ísframleiðslu að Efstadal II hætt og samgangur við nautgripi og kálfa stoppaður, en þekkt er að E. coli-bakterían finnst í nautgripum og þá sérstaklega kálfum. Ekkert barn hafi greinst með sýkinguna sem var að Efstadal II eftir 4. júlí. E.coli á Efstadal II Tengdar fréttir Fjögur börn greinst með E. coli í dag Börnin sem greindust í dag munu fara í eftirlit á Barnaspítala Hringsins. 11. júlí 2019 16:06 Hætta á að erlendir ferðamenn hafi smitast í E. coli-faraldrinum og haldið heim til sín Sóttvarnalæknir segir að enn geti bæst í hóp þeirra 16 barna sem vitað er að greinst hafi með sýkingu af völdum E. coli-bakteríunnar sem rekja má til Efstadals II. Hann þekki dæmi þess að erlendir ferðamenn hafi veikst fljótlega eftir heimkomu úr Íslandsferðum. Möguleiki sé á að þeir hafi einnig sýkst vegna bakteríunnar. 12. júlí 2019 19:26 Eitt barn greindist með E. coli í dag Barnið verður í eftirliti á Barnaspítala Hringsins. 12. júlí 2019 15:27 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Bandarískt barn var lagt inn á sjúkrahús vegna gruns um að það hafi fengið E. coli-sýkingu eftir að hafa heimsótt ferðaþjónustubæinn Efstadal II í Bláskógabyggð. Sýkingin hefur ekki fengist staðfest en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir barnið „ansi grunsamlegt“. Þetta kom fram í máli Þórólfs í þættinum Vikulokunum á Rás 1. Alls hafa sautján börn greinst með E. coli sýkinguna á Íslandi síðustu vikur. Þau eiga það öll sameiginlegt að hafa komið að Efstadal II, sem er vinsæll ferðamannastaður. Fjölmargir ferðamenn heimsækja bæinn og hefur sóttvarnalæknir m.a. látið heilbrigðisstofnanir erlendis vita af sýkingunni, svo og haft samband við ferðaþjónustufyrirtæki sem komi skilaboðunum áleiðis til farþega sinna.Sjá einnig: Hætta á að erlendir ferðamenn hafi smitast í E. coli-faraldrinum og haldið heim til sín Þórólfur sagði í Vikulokunum að fleiri hefðu ekki greinst hér á landi síðan í gær, þegar tilkynnt var um sautjánda smitið. „Það eru reyndar fleiri sem bíða eftir rannsóknarniðurstöðum sem verðaekki gerðar fyrr en eftir helgina þannig að vafalaust bætast einhverjir við eftir helgi.“Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir Efstadal, enda er þar margt að sjá og gera.Vísir/mhhÞá hafi Landlæknisembættið verið látið vita af mögulegum sýkingum í útlöndum, líkt og Þórólfur kom inn á í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Vaknað hafi grunur um tvö slík tilfelli erlendis. Annar einstaklingurinn var rannsakaður og ekki með sýkinguna en hins vegar sé líklegt að bandarískt barn hafi smitast. „Þá höfum við verið að fá fregnir af einstaklingum erlendis frá sem hafa verið á þessum sömu stöðum, það er að segja Efstadal [II], og veikst erlendis. Ég fékk síðast í gær tölvupóst frá Ameríku þar sem að barn var lagt inn á spítala með sömu sýkingu,“ sagði Þórólfur. Þórólfur sagði í gær að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til að sporna við fleiri smitum virðist bera árangur. Þannig var allri ísframleiðslu að Efstadal II hætt og samgangur við nautgripi og kálfa stoppaður, en þekkt er að E. coli-bakterían finnst í nautgripum og þá sérstaklega kálfum. Ekkert barn hafi greinst með sýkinguna sem var að Efstadal II eftir 4. júlí.
E.coli á Efstadal II Tengdar fréttir Fjögur börn greinst með E. coli í dag Börnin sem greindust í dag munu fara í eftirlit á Barnaspítala Hringsins. 11. júlí 2019 16:06 Hætta á að erlendir ferðamenn hafi smitast í E. coli-faraldrinum og haldið heim til sín Sóttvarnalæknir segir að enn geti bæst í hóp þeirra 16 barna sem vitað er að greinst hafi með sýkingu af völdum E. coli-bakteríunnar sem rekja má til Efstadals II. Hann þekki dæmi þess að erlendir ferðamenn hafi veikst fljótlega eftir heimkomu úr Íslandsferðum. Möguleiki sé á að þeir hafi einnig sýkst vegna bakteríunnar. 12. júlí 2019 19:26 Eitt barn greindist með E. coli í dag Barnið verður í eftirliti á Barnaspítala Hringsins. 12. júlí 2019 15:27 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Fjögur börn greinst með E. coli í dag Börnin sem greindust í dag munu fara í eftirlit á Barnaspítala Hringsins. 11. júlí 2019 16:06
Hætta á að erlendir ferðamenn hafi smitast í E. coli-faraldrinum og haldið heim til sín Sóttvarnalæknir segir að enn geti bæst í hóp þeirra 16 barna sem vitað er að greinst hafi með sýkingu af völdum E. coli-bakteríunnar sem rekja má til Efstadals II. Hann þekki dæmi þess að erlendir ferðamenn hafi veikst fljótlega eftir heimkomu úr Íslandsferðum. Möguleiki sé á að þeir hafi einnig sýkst vegna bakteríunnar. 12. júlí 2019 19:26
Eitt barn greindist með E. coli í dag Barnið verður í eftirliti á Barnaspítala Hringsins. 12. júlí 2019 15:27