Hætta á að erlendir ferðamenn hafi smitast í E. coli-faraldrinum og haldið heim til sín Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júlí 2019 19:26 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir alls 16 börn hafa greinst með sýkingu af völdum E. coli-bakteríunnar sem rekja má til Efstadals II. Hann segir að enn gæti bæst í hópinn og að vitað sé um tilfelli erlendra ferðamanna sem veikst hafa í heimalöndum sínum eftir að hafa dvalið hér á landi. Þórólfur var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og segir hann ekkert benda til annars en að rekja megi öll tilfelli smitanna til sama staðar, Efstadal II í Bláskógabyggð. „Við könnum þetta svona faraldsfræðilega hjá hverju og einu barni, hvar það hefur verið, sérstaklega svona vikuna áður en það veiktist, við vitum sirka hvað það tekur langan tíma að veikjast. Þá kemur það í ljós að þau eiga öll sameiginlegt að hafa verið í Efstadal,“ segir Þórólfur og bætir við að öll eigi börnin sameiginlegt að hafa borðað ís sem framleiddur er á bænum. Hann segir rúman helming þeirra barna sem vitað er til að hafi smitast þá hafa klappað kálfum á bænum, en í kálfunum á Efstadal II hafa fundist sömu bakteríur og í börnunum. „Það er ljóst að bakteríurnar hafa einhvern veginn komist í börnin á meðan þau voru þarna og kemur ísinn mjög sterkur inn.“Aðgerðir virðast bera árangur Aðspurður hvort ekki hafi tekist að koma í veg fyrir fleiri smit frá því uppruni smitanna varð ljós segir Þórólfur að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til virðist vera að bera árangur. „Það var gripið til aðgerða þarna upp frá þann 4. Júlí og við erum ekki búin að greina neitt barn enn þá sem að hefur verið í Efstadal eftir fjórða, þannig að ef að hins vegar við förum að fá einstaklinga með sýkingu sem hafa verið í Efstadal eftir fjórða þá er eitthvað sem er ekki að virka þarna upp frá,“ segir Þórólfur. Aðgerðirnar sem rætt er um segir Þórólfur til dæmis vera að allri ísframleiðslu á bænum var hætt. Þá hafi samgangur við nautgripi og kálfa verið stoppaður, en þekkt er að E. coli-bakterían finnst í nautgripum og þá sérstaklega kálfum. „Svo var hert á ölllum hreinlætisaðgerðum, handþvottur og hreinlætisaðgerðir sem að eru á staðnum og við vonumst til að þessar aðgerðir skili tilætluðum árangri.“ Fjögur börn lent verst í því Þórólfur segist ekki þora að fullyrða um langtímaáhrif sýkingarinnar á heilsu barnanna og segir að þau verði að fá að koma í ljós hjá hverju og einu barni. Hann segir fjögur börn hafa lent verst í því og fengið hemólýtískt úremískt heilkenni, en helstu einkenni þess eru nýrnabilun og fækkun á blóðflögum. „Það hafa fjögur af þessum sextán börnum greinst með þetta alvarlega form og vonandi verða þau ekki fleiri,“ segir Þórólfur. Dæmi um að ferðamenn hafi veikst eftir ferðir hingað til lands Þórólfur segir að á stöðum eins og í Efstadal II sé mikil umferð ferðamanna, bæði íslenskra og erlendra. Dæmi séu um fólk sem óttast er að hafi smitast við heimsókn á bæinn og snúið aftur til síns heimalands. „Við höfum fengið tilkynningar um veika einstaklinga sem að á eftir að staðfesta hvort að gætu hugsanlega verið af völdum þessa sömu baktería,“ segir Þórolfur og bætir við að verið sé að skoða mál sem þessi í samvinnu við aðila erlendis frá. „Grunntónninn í þessu er hreinlæti, handþvottur og kannski þarf að setja nýjar reglur um svona staði, þar sem verið er að framleiða og framreiða mat í nánu samneyti við dýr. Þá getur þetta komið upp þó að sem betur fer sé það sjaldgæft.“ Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ís í Efstadal II það eina sem börnin níu eiga sameiginlegt Sóttvarnalæknir og aðrir opinberir aðilar sem haft hafa til rannsóknar e.coli smit sem rekja má til ferðaþjónustubæjarins Efstadals II í Bláskógabyggð vilja árétta að ekki sé hægt að fullyrða að þau níu börn sem smituðust af e.coli á bænum hafi sýkst af umgengni við kálfa sem þar voru í stíu og hægt var að klappa. 10. júlí 2019 11:15 Eitt barn greindist með E. coli í dag Barnið verður í eftirliti á Barnaspítala Hringsins. 12. júlí 2019 15:27 Uppspretta E. coli-hrinunnar á Efstadal II Landlæknir telur ljóst að níu af þeim 10 börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi gert það á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir 10 dögum til þremur vikum síðan. 9. júlí 2019 13:20 Líðan fimm mánaða drengs með e. coli farið versnandi Skýrist í dag eða á morgun hvort drengurinn þurfi að fara í blóðhreinsun. 10. júlí 2019 12:15 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir alls 16 börn hafa greinst með sýkingu af völdum E. coli-bakteríunnar sem rekja má til Efstadals II. Hann segir að enn gæti bæst í hópinn og að vitað sé um tilfelli erlendra ferðamanna sem veikst hafa í heimalöndum sínum eftir að hafa dvalið hér á landi. Þórólfur var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og segir hann ekkert benda til annars en að rekja megi öll tilfelli smitanna til sama staðar, Efstadal II í Bláskógabyggð. „Við könnum þetta svona faraldsfræðilega hjá hverju og einu barni, hvar það hefur verið, sérstaklega svona vikuna áður en það veiktist, við vitum sirka hvað það tekur langan tíma að veikjast. Þá kemur það í ljós að þau eiga öll sameiginlegt að hafa verið í Efstadal,“ segir Þórólfur og bætir við að öll eigi börnin sameiginlegt að hafa borðað ís sem framleiddur er á bænum. Hann segir rúman helming þeirra barna sem vitað er til að hafi smitast þá hafa klappað kálfum á bænum, en í kálfunum á Efstadal II hafa fundist sömu bakteríur og í börnunum. „Það er ljóst að bakteríurnar hafa einhvern veginn komist í börnin á meðan þau voru þarna og kemur ísinn mjög sterkur inn.“Aðgerðir virðast bera árangur Aðspurður hvort ekki hafi tekist að koma í veg fyrir fleiri smit frá því uppruni smitanna varð ljós segir Þórólfur að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til virðist vera að bera árangur. „Það var gripið til aðgerða þarna upp frá þann 4. Júlí og við erum ekki búin að greina neitt barn enn þá sem að hefur verið í Efstadal eftir fjórða, þannig að ef að hins vegar við förum að fá einstaklinga með sýkingu sem hafa verið í Efstadal eftir fjórða þá er eitthvað sem er ekki að virka þarna upp frá,“ segir Þórólfur. Aðgerðirnar sem rætt er um segir Þórólfur til dæmis vera að allri ísframleiðslu á bænum var hætt. Þá hafi samgangur við nautgripi og kálfa verið stoppaður, en þekkt er að E. coli-bakterían finnst í nautgripum og þá sérstaklega kálfum. „Svo var hert á ölllum hreinlætisaðgerðum, handþvottur og hreinlætisaðgerðir sem að eru á staðnum og við vonumst til að þessar aðgerðir skili tilætluðum árangri.“ Fjögur börn lent verst í því Þórólfur segist ekki þora að fullyrða um langtímaáhrif sýkingarinnar á heilsu barnanna og segir að þau verði að fá að koma í ljós hjá hverju og einu barni. Hann segir fjögur börn hafa lent verst í því og fengið hemólýtískt úremískt heilkenni, en helstu einkenni þess eru nýrnabilun og fækkun á blóðflögum. „Það hafa fjögur af þessum sextán börnum greinst með þetta alvarlega form og vonandi verða þau ekki fleiri,“ segir Þórólfur. Dæmi um að ferðamenn hafi veikst eftir ferðir hingað til lands Þórólfur segir að á stöðum eins og í Efstadal II sé mikil umferð ferðamanna, bæði íslenskra og erlendra. Dæmi séu um fólk sem óttast er að hafi smitast við heimsókn á bæinn og snúið aftur til síns heimalands. „Við höfum fengið tilkynningar um veika einstaklinga sem að á eftir að staðfesta hvort að gætu hugsanlega verið af völdum þessa sömu baktería,“ segir Þórolfur og bætir við að verið sé að skoða mál sem þessi í samvinnu við aðila erlendis frá. „Grunntónninn í þessu er hreinlæti, handþvottur og kannski þarf að setja nýjar reglur um svona staði, þar sem verið er að framleiða og framreiða mat í nánu samneyti við dýr. Þá getur þetta komið upp þó að sem betur fer sé það sjaldgæft.“
Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ís í Efstadal II það eina sem börnin níu eiga sameiginlegt Sóttvarnalæknir og aðrir opinberir aðilar sem haft hafa til rannsóknar e.coli smit sem rekja má til ferðaþjónustubæjarins Efstadals II í Bláskógabyggð vilja árétta að ekki sé hægt að fullyrða að þau níu börn sem smituðust af e.coli á bænum hafi sýkst af umgengni við kálfa sem þar voru í stíu og hægt var að klappa. 10. júlí 2019 11:15 Eitt barn greindist með E. coli í dag Barnið verður í eftirliti á Barnaspítala Hringsins. 12. júlí 2019 15:27 Uppspretta E. coli-hrinunnar á Efstadal II Landlæknir telur ljóst að níu af þeim 10 börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi gert það á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir 10 dögum til þremur vikum síðan. 9. júlí 2019 13:20 Líðan fimm mánaða drengs með e. coli farið versnandi Skýrist í dag eða á morgun hvort drengurinn þurfi að fara í blóðhreinsun. 10. júlí 2019 12:15 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Sjá meira
Ís í Efstadal II það eina sem börnin níu eiga sameiginlegt Sóttvarnalæknir og aðrir opinberir aðilar sem haft hafa til rannsóknar e.coli smit sem rekja má til ferðaþjónustubæjarins Efstadals II í Bláskógabyggð vilja árétta að ekki sé hægt að fullyrða að þau níu börn sem smituðust af e.coli á bænum hafi sýkst af umgengni við kálfa sem þar voru í stíu og hægt var að klappa. 10. júlí 2019 11:15
Eitt barn greindist með E. coli í dag Barnið verður í eftirliti á Barnaspítala Hringsins. 12. júlí 2019 15:27
Uppspretta E. coli-hrinunnar á Efstadal II Landlæknir telur ljóst að níu af þeim 10 börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi gert það á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir 10 dögum til þremur vikum síðan. 9. júlí 2019 13:20
Líðan fimm mánaða drengs með e. coli farið versnandi Skýrist í dag eða á morgun hvort drengurinn þurfi að fara í blóðhreinsun. 10. júlí 2019 12:15
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels