Innlent

Fjögur börn greinst með E. coli í dag

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Börnin sem greindust í dag munu fara í eftirlit á Barnaspítala Hringsins.
Börnin sem greindust í dag munu fara í eftirlit á Barnaspítala Hringsins. Mynd/freyr Ólafsson

Fjögur börn hafa greinst með e. coli sýkingu í dag og hafa því alls sextán börn greinst með sýkinguna síðustu vikur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni. Börnin eru á aldrinum 14 mánaða til 4 ára en tuttugu og sjö sýni hafa verið rannsökuð í dag.

Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvar börnin fjögur smituðust af sýkingunni. Fram hefur komið að a.m.k. níu börn smituðust á bænum Efstadal II í Bláskógabyggð. Í tilkynningu segir að þriðjungur starfsmanna í Efstadal hafi verið rannsakaðir með tilliti til sýkingarinnar í dag en enginn þeirra greindist með bakteríuna.

Börnin sem greindust í dag munu fara í eftirlit á Barnaspítala Hringsins.

Viðar Örn Eðvarðsson, sérfræðingur í nýrnalækningum á Landspítalanum, sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að enn væri óljóst hvort fimm mánaða barn sem lagt var inn á Barnaspítalann í fyrradag með nýrnabilun af völdum E. coli-sýkingar þurfi blóðhreinsun. 


Tengdar fréttir

Tilfellin orðin tólf

Tvö börn til viðbótar hafa greinst með e. coli-sýkingu og eru tilfellin því tólf sem þekkt eru. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.