Innlent

Eitt barn greindist með E. coli í dag

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Tvö börn liggja enn inni á Barnaspítala Hringsins með nýrnabilun af völdum e. coli-smits.
Tvö börn liggja enn inni á Barnaspítala Hringsins með nýrnabilun af völdum e. coli-smits. fbl/heiða

Eitt barn var greint með E. coli STEC-sýkingu í dag. Alls hafa því sautján börn verið greind með E. coli-sýkingu á landinu síðustu vikur, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landlæknisembættinu.

Þrettán sýni voru rannsökuð með tilliti til STEC í dag. Barnið sem greindist með sýkinguna er eins og hálfs árs gamalt og verður í eftirliti á Barnaspítala Hringsins. Faraldsfræðilegar upplýsingar hjá þessu barni liggja ekki fyrir á þessari stundu, að því er segir í tilkynningu.

Í gær greindust fjögur börn á aldrinum fjórtán mánaða til fjögurra ára með E. coli. Samkvæmt upplýsingum frá Barnaspítala Hringsins skömmu fyrir hádegi í dag lágu tvö börn enn inni á spítalanum með nýrnabilun vegna E. coli-smits.


Tengdar fréttir

Ís í Efsta­dal II það eina sem börnin níu eiga sam­eigin­legt

Sóttvarnalæknir og aðrir opinberir aðilar sem haft hafa til rannsóknar e.coli smit sem rekja má til ferðaþjónustubæjarins Efstadals II í Bláskógabyggð vilja árétta að ekki sé hægt að fullyrða að þau níu börn sem smituðust af e.coli á bænum hafi sýkst af umgengni við kálfa sem þar voru í stíu og hægt var að klappa.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.