Bandarískt barn lagt inn á spítala með líklega E. coli-sýkingu frá Efstadal II Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2019 12:17 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Baldur Bandarískt barn var lagt inn á sjúkrahús vegna gruns um að það hafi fengið E. coli-sýkingu eftir að hafa heimsótt ferðaþjónustubæinn Efstadal II í Bláskógabyggð. Sýkingin hefur ekki fengist staðfest en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir barnið „ansi grunsamlegt“. Þetta kom fram í máli Þórólfs í þættinum Vikulokunum á Rás 1. Alls hafa sautján börn greinst með E. coli sýkinguna á Íslandi síðustu vikur. Þau eiga það öll sameiginlegt að hafa komið að Efstadal II, sem er vinsæll ferðamannastaður. Fjölmargir ferðamenn heimsækja bæinn og hefur sóttvarnalæknir m.a. látið heilbrigðisstofnanir erlendis vita af sýkingunni, svo og haft samband við ferðaþjónustufyrirtæki sem komi skilaboðunum áleiðis til farþega sinna.Sjá einnig: Hætta á að erlendir ferðamenn hafi smitast í E. coli-faraldrinum og haldið heim til sín Þórólfur sagði í Vikulokunum að fleiri hefðu ekki greinst hér á landi síðan í gær, þegar tilkynnt var um sautjánda smitið. „Það eru reyndar fleiri sem bíða eftir rannsóknarniðurstöðum sem verðaekki gerðar fyrr en eftir helgina þannig að vafalaust bætast einhverjir við eftir helgi.“Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir Efstadal, enda er þar margt að sjá og gera.Vísir/mhhÞá hafi Landlæknisembættið verið látið vita af mögulegum sýkingum í útlöndum, líkt og Þórólfur kom inn á í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Vaknað hafi grunur um tvö slík tilfelli erlendis. Annar einstaklingurinn var rannsakaður og ekki með sýkinguna en hins vegar sé líklegt að bandarískt barn hafi smitast. „Þá höfum við verið að fá fregnir af einstaklingum erlendis frá sem hafa verið á þessum sömu stöðum, það er að segja Efstadal [II], og veikst erlendis. Ég fékk síðast í gær tölvupóst frá Ameríku þar sem að barn var lagt inn á spítala með sömu sýkingu,“ sagði Þórólfur. Þórólfur sagði í gær að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til að sporna við fleiri smitum virðist bera árangur. Þannig var allri ísframleiðslu að Efstadal II hætt og samgangur við nautgripi og kálfa stoppaður, en þekkt er að E. coli-bakterían finnst í nautgripum og þá sérstaklega kálfum. Ekkert barn hafi greinst með sýkinguna sem var að Efstadal II eftir 4. júlí. E.coli á Efstadal II Tengdar fréttir Fjögur börn greinst með E. coli í dag Börnin sem greindust í dag munu fara í eftirlit á Barnaspítala Hringsins. 11. júlí 2019 16:06 Hætta á að erlendir ferðamenn hafi smitast í E. coli-faraldrinum og haldið heim til sín Sóttvarnalæknir segir að enn geti bæst í hóp þeirra 16 barna sem vitað er að greinst hafi með sýkingu af völdum E. coli-bakteríunnar sem rekja má til Efstadals II. Hann þekki dæmi þess að erlendir ferðamenn hafi veikst fljótlega eftir heimkomu úr Íslandsferðum. Möguleiki sé á að þeir hafi einnig sýkst vegna bakteríunnar. 12. júlí 2019 19:26 Eitt barn greindist með E. coli í dag Barnið verður í eftirliti á Barnaspítala Hringsins. 12. júlí 2019 15:27 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Bandarískt barn var lagt inn á sjúkrahús vegna gruns um að það hafi fengið E. coli-sýkingu eftir að hafa heimsótt ferðaþjónustubæinn Efstadal II í Bláskógabyggð. Sýkingin hefur ekki fengist staðfest en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir barnið „ansi grunsamlegt“. Þetta kom fram í máli Þórólfs í þættinum Vikulokunum á Rás 1. Alls hafa sautján börn greinst með E. coli sýkinguna á Íslandi síðustu vikur. Þau eiga það öll sameiginlegt að hafa komið að Efstadal II, sem er vinsæll ferðamannastaður. Fjölmargir ferðamenn heimsækja bæinn og hefur sóttvarnalæknir m.a. látið heilbrigðisstofnanir erlendis vita af sýkingunni, svo og haft samband við ferðaþjónustufyrirtæki sem komi skilaboðunum áleiðis til farþega sinna.Sjá einnig: Hætta á að erlendir ferðamenn hafi smitast í E. coli-faraldrinum og haldið heim til sín Þórólfur sagði í Vikulokunum að fleiri hefðu ekki greinst hér á landi síðan í gær, þegar tilkynnt var um sautjánda smitið. „Það eru reyndar fleiri sem bíða eftir rannsóknarniðurstöðum sem verðaekki gerðar fyrr en eftir helgina þannig að vafalaust bætast einhverjir við eftir helgi.“Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir Efstadal, enda er þar margt að sjá og gera.Vísir/mhhÞá hafi Landlæknisembættið verið látið vita af mögulegum sýkingum í útlöndum, líkt og Þórólfur kom inn á í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Vaknað hafi grunur um tvö slík tilfelli erlendis. Annar einstaklingurinn var rannsakaður og ekki með sýkinguna en hins vegar sé líklegt að bandarískt barn hafi smitast. „Þá höfum við verið að fá fregnir af einstaklingum erlendis frá sem hafa verið á þessum sömu stöðum, það er að segja Efstadal [II], og veikst erlendis. Ég fékk síðast í gær tölvupóst frá Ameríku þar sem að barn var lagt inn á spítala með sömu sýkingu,“ sagði Þórólfur. Þórólfur sagði í gær að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til að sporna við fleiri smitum virðist bera árangur. Þannig var allri ísframleiðslu að Efstadal II hætt og samgangur við nautgripi og kálfa stoppaður, en þekkt er að E. coli-bakterían finnst í nautgripum og þá sérstaklega kálfum. Ekkert barn hafi greinst með sýkinguna sem var að Efstadal II eftir 4. júlí.
E.coli á Efstadal II Tengdar fréttir Fjögur börn greinst með E. coli í dag Börnin sem greindust í dag munu fara í eftirlit á Barnaspítala Hringsins. 11. júlí 2019 16:06 Hætta á að erlendir ferðamenn hafi smitast í E. coli-faraldrinum og haldið heim til sín Sóttvarnalæknir segir að enn geti bæst í hóp þeirra 16 barna sem vitað er að greinst hafi með sýkingu af völdum E. coli-bakteríunnar sem rekja má til Efstadals II. Hann þekki dæmi þess að erlendir ferðamenn hafi veikst fljótlega eftir heimkomu úr Íslandsferðum. Möguleiki sé á að þeir hafi einnig sýkst vegna bakteríunnar. 12. júlí 2019 19:26 Eitt barn greindist með E. coli í dag Barnið verður í eftirliti á Barnaspítala Hringsins. 12. júlí 2019 15:27 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Fjögur börn greinst með E. coli í dag Börnin sem greindust í dag munu fara í eftirlit á Barnaspítala Hringsins. 11. júlí 2019 16:06
Hætta á að erlendir ferðamenn hafi smitast í E. coli-faraldrinum og haldið heim til sín Sóttvarnalæknir segir að enn geti bæst í hóp þeirra 16 barna sem vitað er að greinst hafi með sýkingu af völdum E. coli-bakteríunnar sem rekja má til Efstadals II. Hann þekki dæmi þess að erlendir ferðamenn hafi veikst fljótlega eftir heimkomu úr Íslandsferðum. Möguleiki sé á að þeir hafi einnig sýkst vegna bakteríunnar. 12. júlí 2019 19:26
Eitt barn greindist með E. coli í dag Barnið verður í eftirliti á Barnaspítala Hringsins. 12. júlí 2019 15:27