Enski boltinn

Maguire í læknisskoðun hjá Man Utd í dag

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Á leiðinni að verða dýrasti varnarmaður sögunnar.
Á leiðinni að verða dýrasti varnarmaður sögunnar. vísir/getty

Enski varnarmaðurinn Harry Maguire mun gangast undir læknisskoðun hjá enska stórveldinu Manchester United í dag ef marka má heimildir Sky Sports fréttastofunnar. 

Leicester City er búið að samþykkja kauptilboð Man Utd upp á 80 milljónir punda og verður Maguire því dýrasti varnarmaður sögunnar ef af kaupunum verður.

Man Utd er lengi búið að eltast við þennan 26 ára gamla miðvörð. Jose Mourinho lagði mikla áherslu á að fá kappann síðasta sumar, án árangurs, en Ole Gunnar Solskjær virðist ætla að takast það.

Maguire á 20 A-landsleiki fyrir England en hann hefur slegið í gegn hjá Leicester eftir að hafa komið til félagsins frá Hull City sumarið 2017.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.