Enski boltinn

Steve Bruce búinn að segja upp hjá Sheffield Wednesday

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steve Bruce.
Steve Bruce. Getty/Chris Vaughan
Fátt virðist ætla að koma í veg fyrir það að Steve Bruce verði næsti knattspyrnustjóri Newcastle United eftir Bruce sagði upp starfi sínu í dag.

Steve Bruce hætti í dag sem knattspyrnustjóri enska b-deildarliðsins Sheffield Wednesday. Bruce var ekki búinn að vera lengi með liðið eða aðeins síðan í febrúar síðastliðnum. Liðið náði 12. sæti í ensku b-deildinni undir hans stjórn.

Þessar fréttir í bland við fréttir af viðræðum Newcastle og Bruce ýta heldur betur undir það að Steve Bruce sé að fara að taka við liði Newcastle United.

Newcastle er að leita sér að eftirmanni Rafael Benitez sem hætti með liðið eftir tímabilið. Það hefur gengið frekar illa enda hefur hver á fætur öðrum hafnað þeim mögulega að setjast í stól Benitez.





Steve Bruce er 58 ára gamall og hefur stýrt mörgum liðum í enska boltanum undanfarin ár. Bruce var fyrirliði Manchested United þegar sigurganga liðsins hófst á ný á tíunda áratugnum. Hann spilaði 309 leiki fyrir Manchester United frá 1987 til 1996.

Newcastle þarf að hafa hraðar hendur ef nýr stjóri á að stýra liðinu í fyrsta leik undirbúningstímabilsins.

Leikmenn Newcastle eru flognir til Kína í æfingaferð án knattspyrnustjóra en liðið mætir Wolves í Premier League Asia Trophy á miðvikudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×