Íslenski boltinn

Arnar: Finnst ekki eins og við séum í fallbaráttu

Guðlaugur Valgeirsson skrifar
Arnar og félagar eru komnir upp úr fallsæti.
Arnar og félagar eru komnir upp úr fallsæti. vísir/daníel þór
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings var alls ekkert svekktur með aðeins eitt stig á heimavelli gegn Fylki í kvöld. Hann sagði að jafnteflið hefði líklega verið sanngjarnt.„Mér fannst þetta bara flottur leikur í kvöld. Sérstaklega í fyrri hálfleik þá var þetta bara svona end to end þar sem bæði lið fengu fullt af færum og ég held að jafnteflið hafi bara verið sanngjarnt þegar uppi var staðið.“Hann segir það ekki beint áhyggjuefni að hafa bara fengið 1 stig úr seinustu 2 leikjum eftir að hafa spilað mjög vel í báðum leikjum.„Við fengum færi til að klára leikinn í kvöld og fleiri en eitt en við tökum ekkert af Fylki, þeir mættu hérna í kvöld og spiluðu vel og þeir fengu færi líka. Við erum búnir að gera mörg jafntefli og þau telja lítið en eitt stig er svo sem ásættanlegt þegar við missum mann útaf með rautt spjald,“ sagði Arnar.„Fyrir mér var þetta hörkuleikur í fyrri hálfleikur þar sem bæði lið fengum færi en í síðari hálfleik datt þetta niður sem er skiljanlegt en samt lítið á milli þessara liða og sigurinn hefði getað dottið báðum megin.“Arnar sagði að þetta hafi verið klárt seinna gult spjald á Erling Agnarsson en hann fékk rautt spjald á 87. mínútu.„Seinna var alltaf spjald, ég sá ekki fyrra nógu vel því miður. En hann er að stoppa sókn og dómarinn getur ekkert annað gert. Pjúra gult að mínu mati.“Hann segir að honum finnist ekki eins og liðið sé í fallbaráttu þrátt fyrir að það sé raunin eins og staðan er í dag.„Eins asnalegt og það hljómar þá finnst mér ekki eins og liðið sé í einhverri fallbaráttu. Við erum bara flott lið og við viljum spila skemmtilegan fótbolta. Áhorfendur eru að skemmta sér vel en auðvitað veit ég að við þurfum að fá stig en við þurfum að vera klókari,“ sagði Arnar.„Það eru kostir og gallar við að vera með unga menn á miðjunni og frammi. Sérð bara muninn hjá okkur og Fylki, það er töluvert meiri reynsla á miðjunni og sókninni hjá Fylki en menn læra þetta fljótt,“ sagði þjálfarinn að lokum.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.