Enski boltinn

Lampard: Þurfum ekki nýja leikmenn til að ná árangri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Óhræddur
Óhræddur vísir/getty
Frank Lampard telur sig ekki þurfa á nýjum leikmönnum að halda til að styrkja leikmannahóp Chelsea fyrir ensku úrvalsdeildina í ár.

Lampard tók nýverið við stjórnartaumunum hjá Chelsea og mun ekki geta keypt leikmenn til liðsins þar sem Chelsea er í félagaskiptabanni. Lampard mun ekki nota það sem afsökun og kveðst hafa nógu góðan mannskap í höndunum til að ná árangri á sinni fyrstu leiktíð.

„Ég tel mig hafa mjög góða leikmenn. Við vitum að við getum ekki keypt leikmenn í ár en ég þarf ekki nýja leikmenn. Ég er mjög ánægður með hópinn og er sannfærður um að við getum náð árangri með þennan hóp.“

„Allir vita að ég vil nota leikmenn sem koma úr unglingastarfinu. Við erum með marga leikmenn sem eru að hasla sér völl með aðalliðinu. Þeir verða að sýna að þeir geti tekið skrefið,“ segir Lampard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×