Erlent

Hálf öld frá fyrstu tunglferðinni

Sighvatur Jónsson skrifar
Ferðamenn minnast tímamótanna við geimbúning Neil Armstrong sem er sýndur opinberlega í tilefni þess að hálf öld er liðin frá hinu sögulega geimferðalagi.
Ferðamenn minnast tímamótanna við geimbúning Neil Armstrong sem er sýndur opinberlega í tilefni þess að hálf öld er liðin frá hinu sögulega geimferðalagi. AP/Andrew Harnik
Hálf öld er í dag liðin frá fyrstu ferð mannsins til tunglsins. Á þessum degi fyrir 50 árum var Apollo 11 geimflauginni skotið á loft frá Kennedyhöfða á Flórída og lentu geimfararnir þrír sem voru um borð á tunglinu fjórum dögum síðar.

Tveir þeirra, Buzz Aldrin og Michael Collins, sneru aftur á skotstaðinn á Flórída í dag til að fagna upphafi hins sögulega geimferðalags. Sá þriðji, Neil Armstrong, lést fyrir sjö árum, þá rúmlega áttræður að aldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×