Erlent

Hálf öld frá fyrstu tunglferðinni

Sighvatur Jónsson skrifar
Ferðamenn minnast tímamótanna við geimbúning Neil Armstrong sem er sýndur opinberlega í tilefni þess að hálf öld er liðin frá hinu sögulega geimferðalagi.
Ferðamenn minnast tímamótanna við geimbúning Neil Armstrong sem er sýndur opinberlega í tilefni þess að hálf öld er liðin frá hinu sögulega geimferðalagi. AP/Andrew Harnik

Hálf öld er í dag liðin frá fyrstu ferð mannsins til tunglsins. Á þessum degi fyrir 50 árum var Apollo 11 geimflauginni skotið á loft frá Kennedyhöfða á Flórída og lentu geimfararnir þrír sem voru um borð á tunglinu fjórum dögum síðar.

Tveir þeirra, Buzz Aldrin og Michael Collins, sneru aftur á skotstaðinn á Flórída í dag til að fagna upphafi hins sögulega geimferðalags. Sá þriðji, Neil Armstrong, lést fyrir sjö árum, þá rúmlega áttræður að aldri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.