Enski boltinn

Aston Villa kaupir belgískan varnarmann

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Bjorn Engels
Bjorn Engels vísir/getty
Enska úrvalsdeildarliðið Aston Villa hefur gengið frá kaupum á belgíska varnarmanninum Björn Engels en hann kemur til félagsins frá franska úrvalsdeildarliðinu Reims.

Engels er 24 ára gamall miðvörður og er enginn smásmíði þar sem hann telur 194 sentimetra.

Hann á landsleiki að baki fyrir yngri landslið Belgíu en hann ólst upp hjá Club Brugge í heimalandinu áður en hann var keyptur til gríska stórveldisins Olympiacos sumarið 2017, þaðan sem fór til Reims.

Aston Villa er nýliði í ensku úrvalsdeildinni og hefur styrkt lið sitt töluvert í sumar með leikmönnum á borð við Wesley frá Club Brugge, Jota frá Birmingham og Matt Targett frá Southampton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×