Enski boltinn

Aston Villa kaupir belgískan varnarmann

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Bjorn Engels
Bjorn Engels vísir/getty

Enska úrvalsdeildarliðið Aston Villa hefur gengið frá kaupum á belgíska varnarmanninum Björn Engels en hann kemur til félagsins frá franska úrvalsdeildarliðinu Reims.

Engels er 24 ára gamall miðvörður og er enginn smásmíði þar sem hann telur 194 sentimetra.

Hann á landsleiki að baki fyrir yngri landslið Belgíu en hann ólst upp hjá Club Brugge í heimalandinu áður en hann var keyptur til gríska stórveldisins Olympiacos sumarið 2017, þaðan sem fór til Reims.

Aston Villa er nýliði í ensku úrvalsdeildinni og hefur styrkt lið sitt töluvert í sumar með leikmönnum á borð við Wesley frá Club Brugge, Jota frá Birmingham og Matt Targett frá Southampton.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.