Enski boltinn

Báðir Norðurlandabúarnir farnir frá Cardiff City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson og Kenneth Zohore eftir að Aron Einar var rekinn af velli í sínum síðasta leik með Cardiff City.
Aron Einar Gunnarsson og Kenneth Zohore eftir að Aron Einar var rekinn af velli í sínum síðasta leik með Cardiff City. Getty/Stu Forster
Íslenski landsliðsfyrirliðinn er ekki eini Norðurlandabúinn sem er á förum frá Cardiff City.

Aron Einar Gunnarsson kvaddi Cardiff City í vor eftir átta viðburðarík ár og samdi við Al-Arabi í Katar.

Cardiff City hefur núna samþykkt átta milljón punda tilboð West Bromwich Albion í danska framherjann Kenneth Zohore.

Kenneth Zohore er 25 ára gamall og verður nú kallaður heim úr Bandaríkjaferð Cardiff City liðsins.





Zohore skoraði aðeins eitt mark og gaf eina stoðsendingu í 20 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð sem er ekki mikið fyrir framherja.

Aron Einar Gunnarsson var líka með eitt mark og eina stoðsendingu hjá Cardiff á sínu síðasta tímabili með velska félaginu.

Zohore kemur í stað Jay Rodriguez sem West Bromwich Albion seldi til Burnley á dögunum.

Aron Einar Gunnarsson og Kenneth Zohore voru einu Norðurlandabúarnir í liði Cardiff City á síðustu leiktíð og nú er þeir báðir farnir.

Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff City, fékk ekkert fyrir Aron Einar sem fór á frjálsri sölu en mun væntanlega nota peninginn fyrir Kenneth Zohore í að kaupa nýjan framherja fyrri átökin í ensku b-deildinni í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×