Íslenski boltinn

Jóhannes Karl tekur við KR

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jóhannes Karl hefur áður stýrt kvennaliðum Stjörnunnar, Breiðabliks og HK/Víkings.
Jóhannes Karl hefur áður stýrt kvennaliðum Stjörnunnar, Breiðabliks og HK/Víkings. vísir/valli

Jóhannes Karl Sigursteinsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs KR í fótbolta. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Jóhannes tekur við KR af Rögnu Lóu Stefánsdóttur sem hefur stýrt liðinu síðan Bojana Besic sagði upp störfum.

KR hefur unnið tvo leiki í röð og er í 5. sæti Pepsi Max-deildar kvenna. Þá er liðið komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins þar sem það mætir Þór/KA á laugardaginn.

Jóhannes þekkir vel til hjá KR en hann þjálfaði hjá félaginu á árunum 2002-03. Hann var m.a. aðstoðarþjálfari kvennaliðs KR þegar það varð Íslandsmeistari 2003.

Jóhannes hefur einnig þjálfað kvennalið Stjörnunnar, Breiðabliks og HK/Víkings. Hann hætti hjá HK/Víkingi eftir að hafa komið liðinu upp úr Pepsi-deildina 2017.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.