Enski boltinn

Birkir skoraði í sigri Aston Villa

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Birkir Bjarnason
Birkir Bjarnason vísir/getty

Enska úrvalsdeildarliðið Aston Villa er í æfingaferð í Bandaríkjunum um þessar mundir líkt og mörg önnur evrópsk lið sem undirbúa sig að krafti fyrir deildarkeppnina sem hefst í næsta mánuði.

Villa, sem er nýliði í ensku úrvalsdeildinni, vann öruggan 0-3 sigur á MLS liðinu Minnesota United í nótt.

Jack Grealish bar fyrirliðaband Villa í leiknum og kom liði sínu í forystu eftir rúmlega hálftíma leik. Staðan í leikhléi 0-1.

Í hálfleik voru gerðar 11 skiptingar og kom íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason inná.

Henri Lansbury kom Villa í 0-2 þegar tæplega 10 mínútur lifðu leiks og Birkir gulltryggði sigur Villa með laglegum skalla eftir fyrirgjöf Andre Green á 86.mínútu.

Aston Villa hefur leik í ensku úrvalsdeildinni laugardaginn 10.ágúst næstkomandi þegar liðið heimsækir Tottenham.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.