Enski boltinn

Guardiola vill halda Sane en mun ekki standa í vegi fyrir honum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Leroy Sane
Leroy Sane vísir/getty

Þýska stórveldið Bayern Munchen leggur mikla áherslu á að klófesta þýska sóknartengiliðinn Leroy Sane frá Manchester City annað árið í röð.

Pep Guardiola, stjóri Man City, vill ólmur halda Sane hjá félaginu en segist munu ganga að hans óskum, vilji Sane yfirgefa Englandsmeistarana.

„Við viljum hjálpa Leroy að fullkomna sinn leik. Hann er frábær leikmaður með ótrúlega mikla hæfileika. Bayern hefur áður boðið í hann en við viljum halda honum hjá okkur,“ segir Guardiola.

„Ég hef samt alltaf sagt að ég vil bara hafa leikmenn sem vilja vera hér og það gildir líka um hann (Sane) svo ef hann vill fara fær hann það,“ segir Guardiola.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.