Enski boltinn

Hetjur Harry Maguire spiluðu í miðri vörn Manchester United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Maguire.
Harry Maguire. Getty/Simon Stacpoole

Harry Maguire er sagður vera orðinn óþolinmóður eins og fleiri sem bíða eftir að Leicester City gangi frá sölu á honum til Manchester United.

Heimildir Sky eru að Harry Maguire sé spenntur fyrir að spila með Manchester United en salan strandar á forráðamönnum Leicester City sem vilja fá eins mikið og þeir geta fyrir enska landsliðsmiðvörðinn.Sky hefur það eftir Harry Maguire að það væri mikill heiður fyrir hann að fá að spila í búningi Manchester United og fylgja þar með í fótspot þeirra Nemanja Vidic og Rio Ferdinand, sem voru hetjur Maguire þegar hann var yngri.

Serbinn Nemanja Vidic spilaði með Manchester United frá 2006 til 2014 og varð fimm sinnum enskur meistari og vann Meistaradeildina með félaginu árið 2008. Vidic var fjórum sinnum valinn í lið ársins í ensku úrvalsdeildinni.

Rio Ferdinand lék með Manchester United frá 2002 til 2014 og varð sex sinnum enskur meistari með félaginu auk þess að vinna líka Meistaradeildina með United árið 2008. Rio var sex sinnum valinn í lið ársins í ensku úrvalsdeildinni.

Manchester United átti að hafa boðið 80 milljónir punda í Harry Maguire en það lítur út fyrir að Leicester City vilji fá enn meira. 80 milljónir punda eru það sama og Manchester United fékk á sínum tíma fyrir Cristiano Ronaldo frá Real Madrid.Harry Maguire er 26 ára gamall en Leicester City keypti hann frá Hull City í júní 2017 fyrir tólf milljónir punda sem gætu hækkað upp í sautján milljónir.

Maguire vann sér sæti í enska landsliðinu sama ár og hann kom til Leicester City og hefur nú leikið tuttugu A-landsleiki fyrir England.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.