Enski boltinn

Zaha óskar eftir sölu frá Crystal Palace

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Wilfried Zaha
Wilfried Zaha vísir/getty

Sóknarmaðurinn öflugi Wilfried Zaha hefur farið fram á að fá að yfirgefa enska úrvalsdeildarliðið Crystal Palace í sumar. 

Zaha lagði fram beiðni þess efnis um leið og hann kom til Lundúna eftir að hafa verið með landsliði Fílabeinsstrandarinnar í Afríkukeppninni í sumar.

Arsenal hefur mikinn áhuga á þessum 26 ára leikmanni og lögðu Skytturnar fram 40 milljóna punda tilboð á dögunum. Því var umsvifalaust hafnað og lét Roy Hodgson, stjóri Palace, hafa eftir sér að það tilboð væri óra fjarri markaðsvirði Zaha.

Zaha skoraði 10 mörk í 34 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en hann reyndi fyrir sér hjá Manchester United á árunum 2013-2015 með litlum árangri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.