Íslenski boltinn

Tveir Pepsi Max leikir í Kópavogi á sama tíma á mánudagskvöldið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Blikinn Höskuldur Gunnlaugsson á ferðinni á Kópavogsvelli.
Blikinn Höskuldur Gunnlaugsson á ferðinni á Kópavogsvelli. vísir/bára

Blikar hafa fært heimaleik sinn á móti Grindavík aftur um einn dag eftir að liðið féll út út Evrópudeildinni í gærkvöldi.

Leikur Breiðabliks og Grindavíkur í 13. umferð Pepsi Max deild karla mun nú fara fram mánudaginn 22. júlí kl. 19:15 á Kópavogsvelli.

Leikurinn átti að vera klukkan 17.00 á sunnudaginn. Þessi aukadagur hefði nýst Blikum vel væru þeir á leiðinni út í Evrópuleik en tapið á móti Vaduz frá Liechtenstein í gær þýðir að Blikar spila ekki fleiri Evrópuleiki á þessu ári.

Þesso breyting þýðir jafnframt að þrettánda umferðin endar á tveimur leikjum í Kópavogi sem fara fram á sama tíma.

Fyrir þessa breytingu var eini leikur mánudagskvöldsins leikur HK og FH í Kórnum en hann hefst einnig klukkan 19.15.

Pepsi Max deild karla
Breiðablik - Grindavík í 13. umferð
Var: Sunnudaginn 21. júlí kl. 16.00 á Kópavogsvelli
Verður: Mánudaginn 22. júlí kl. 19.15 á KópavogsvelliAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.