Íslenski boltinn

Alfreð: Ætlum að vinna þennan bikar

Guðlaugur Valgeirsson skrifar
Alfreð er búinn að koma Selfossi í bikarúrslit.
Alfreð er búinn að koma Selfossi í bikarúrslit. vísir/bára

Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Selfoss var hæstánægður með sínar stelpur eftir sigur liðsins á Fylki í kvöld. Sigurinn þýðir að Selfoss er komið í bikarúrslit í þriðja sinn. Hann sagði liðið hafa sýnt sitt rétta andlit í síðari hálfleiknum.

„Við tókum yfir leikinn í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var ekki nógu góður hjá okkur og frábærlega spilaður leikur hjá Fylki í fyrri hálfleik. Við áttum í basli með þær en það vill oft gerast að þegar líður á leikina þá tökum við yfir.“

Alfreð var sáttur með það hvernig hans lið kom inn í síðari hálfleikinn eftir slakan fyrri hálfleik.

„Í síðari hálfleik vorum við mun betri og þær ógnuðu okkur lítið en þetta Fylkislið er frábærlega skipulagt og flott lið og þetta var erfið fæðing en ég hafði trú á þessu og sem betur fer kláruðum við þetta í venjulegum leiktíma.“

Það er gulls ígildi að vera með leikmann eins og Hólmfríði Magnúsdóttur. Alfreð var sammála því og segir að hún smellpassi inn í liðið.

„Það er mjög gott að hafa Hólmfríði. Það er eins gott fyrir hana að koma í okkar lið. Hún smellpassar inn í þetta og án Hólmfríðar væru við kannski minni en án Selfoss fyrir hana væri hún kannski aðeins minni líka. Þetta er svokallað win-win.“

Alfreð var ekkert að flækja þetta þegar hann var spurður út í klassísku spurninguna varðandi óskamótherja í úrslitunum.

„Nei, enga óskamótherja. Við ætlum bara vinna þennan bikar.“

Hann var mjög ánægður með stuðninginn en Selfyssingar létu vel í sér heyra í stúkunni.

„Mjög ánægður með mitt fólk á Selfossi. Nú hlakka ég bara til að taka á móti Íslandsmeisturunum á þriðjudaginn og þar heimta ég sama stuðninginn.“

Alfreð sagði að lokum að hann væri að skoða málin hvað varðar markaðinn en hann gaf þó upp að hann væri kannski ekki að leita að besta leikmanninum heldur meira leikmanni með reynslu og karakter sem getur hjálpað liðinu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.